From 1 - 10 / 11
  • Categories  

    Nú hafa Landmælingar Íslands útbúið vefkort með því að staðsetja og klippa saman hin svokölluðu Herforingjaráðskort. Eftirfarandi lýsing á Herforingjaráðskortum er tekin af vef Landsbókasafns: Á síðasta áratug 19. aldar varð dönskum yfirvöldum ljóst að þau kort sem til voru af Íslandi stæðust ekki þær kröfur sem gera þyrfti í samfélagi þess tíma. Bestu kort af Íslandi sem buðust voru í stórum dráttum byggð á strandmælingum danska sjóhersins sem fram fóru á árunum 1801-1818 annars vegar og hins vegar á kortum Björns Gunnlaugssonar sem byggð voru á fyrrnefndum strandmælingum og eigin mælingum Björns á árunum 1831-1843. Á fjárlögum 1899 voru veittar 5000 krónur og skyldi hefja nýjar þríhyrninga- og strandmælingar á Reykjanesi. Árið 1900 var gefin út í Danmörku tilskipun um að sendur skyldi leiðangur til Íslands til að mæla hér grunnlínu og hnattstöðu. Síðan var ætlunin að mæla þríhyrninganet út frá nýju grunnlínunni. Hingað voru sendir danskir liðsforingjar og sumarið 1900 var unnin ýmis undirbúningsvinna. Árið 1902 höfðu fjárveitingar verið auknar svo að rétt þótti að hefjast handa. Byrjað var á Hornafirði og mælt vestur ströndina og um lágsveitir Suðurlands en uppsveitum og hálendi frestað. Verkinu var svo haldið áfram tvö næstu árin en féll niður 1905 vegna fjárskorts og annarra anna hjá Landmælingadeild danska herforingjaráðsins (Generalstabens topografiske Afdeling) er tókst verkið á hendur. Eftir eins árs bið var þráðurinn tekinn upp að nýju enda bættist nú við fjárstyrkur úr ríkissjóði Dana. Á árunum 1906-1914 var unnið öll sumur, nema 1909, þegar ekkert var aðhafst. Var þá lokið byggðamælingum sunnanlands og mælt um Vesturland, norður og austur um Húnaflóa. Árangurinn var 117 kortblöð af þriðjungi landsins, suður- og vesturhluta, í mælikvarða 1:50.000 (auk nokkurra sérkorta af afmörkuðum svæðum). Þau eru gjarnan nefnd herforingjaráðskortin í höfuðið á þeim sem stóðu fyrir gerð þeirra.

  • Categories  

    IS: Í korstjánni er hægt að skoða hæðarlíkan af Íslandi og hlaða því niður. en: The Digital Elevation Model (DEM) Map from Landmælingar Íslands allows to view and download the DEM, find its derivative like slope and orientation and much more. ÍslandsDEM refers to "Digital Elevation Model (DEM) of Iceland" in English. A DEM is a digital representation of the Earth's surface topography, typically represented as a grid of elevation values. It provides information about the height or elevation of the terrain across a specific area, allowing for the creation of detailed three-dimensional representations of the landscape. DEM data is widely used in various applications, including geographic information systems (GIS), environmental modeling, land use planning, engineering design, and natural resource management. It can be used to analyze terrain characteristics, calculate slope and aspect, identify drainage patterns, model water flow, and assess landscape suitability for various purposes.

  • Categories  

    IS: Í Kortasjá Landmælinga Íslands er meðal annars hægt að velja kort með örnefnum, loftmyndir, atlaskort eða AMS kort. Þá er þar að finna sveitarfélagakort með upplýsingum um stærð sveitarfélaga og íbúarfjölda, þekju með CORINE landflokkun sem sýnir til dæmis mólendi eða mýrlendi og gamlar ljósmyndir danskra landmælingamanna sem og gamlar bæjarteikningar. EN: Kortasjá from National Land Survey of Iceland is a simple and reactive map where the user can view placenames, protected areas, Corine classification, roads, height points, buildings, boundaries of municipalities, and more.

  • Categories  

    Loftmyndasjáin er vefsjá með sögulegum loftmyndum og er byggð á loftmyndasafni Landmælinga Íslands sem nær rúmlega 80 ár aftur í tímann. Vefsjáin var hönnuð hjá Landmælingum Íslands í samstarfi við Jarðvísindastofnun HÍ og Fjarkönnunarmiðstöð HÍ. Loftmyndunum sem finna má í vefsjánni (https://www.lmi.is/is/landupplysingar/fjarkonnun/loftmyndasafn) hefur verið safnað úr flugvél, þær skannaðar og breytt í kort. Vefsjáin gefur því fólki færi á að stökkva upp í nokkurs konar ferðatímavél yfir Íslandi og skoða þær breytingar sem orðið hafa á landslagi, t.d. af völdum eldgosa, hopunar jökla eða útbreiðslu plantna, og í þéttbýli síðustu 80 árin. Loftmyndasjáin nýtist við kennslu, rannsóknir og sögu auk þess að svala almennri forvitni. Aðgangur að vefsjánni er öllum opinn og án gjaldtöku.

  • Categories  

    [IS] Í Rammasjá er hægt að skoða gögn sem tengjast áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, þ.e.a.s. Rammaáætlun. [EN] The Master Plan for Nature Protection and Energy Utilization Map

  • Categories  

    The Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) is the biodiversity working group of the Arctic Council. The CAFF Kortasjá represents data from CAFF and from their GeoCatalog (https://geo.abds.is/) More info on their website https://www.caff.is/

  • Categories  

    IS: Í Minjavefsjánni er að finna upplýsingar um menningarminjar á Íslandi. EN: Minjavefsjá - Cultural and Archeological Heritage Map serves as a digital platform for accessing and exploring cultural heritage information and resources related to Iceland's history, archaeology, architecture, art, folklore, and other aspects of cultural heritage. It provides a valuable tool to disseminate information and location of protected archeological sites, preserved historical houses, archeological monuments, location of current archeological research and operations and much more.

  • Categories  

    [IS] Uppspretta upplýsinga um vatnamál á Íslandi. Markmiðið með vefsjánni er að veita aðgengi að upplýsingum um vatn og stjórn vatnamála á einfaldan, aðgengilegan og skilvirkan hátt. Meðal upplýsinga sem hægt er að nálgast er til dæmis ástand vatns, umhverfismarkmið, álag og aðgerðir til að bæta ástandið sé þess þörf. Upplýsingarnar er hægt að nálgast ýmist í gegnum yfirlitssíður og/eða gagnvirk kort. Undir hlekknum Upplýsingar, hér til hliðar, er að finna útskýringar á helstu hugtökum sem notuð eru við stjórn vatnamála á Íslandi. Undir hlekknum Tenglar, hér til hliðar, er einnig að finna notendahandbók sem inniheldur nánari leiðbeiningar og gagnlegar upplýsingar um notkun vefsjárinnar. Fleiri upplýsingar: https://vatnavefsja.vedur.is/ [EN] A source of information about water in Iceland. The goal is to provide easy and fast access to data in different formats. Here you can find what the status of water and the water framework directive is (environmental condition, environmental goals, measures, pressures etc.) and get out data in different formats (fact sheets and maps). Under the Information section you will find explanations of the most important terms used in water management in Iceland. Under the links section you will find a user manual with further instructions and examples on how to use the application. More information: https://vatnavefsja.vedur.is/

  • Categories  

    IS: Í Örnefnasjá er hægt að skoða örnefni af öllu Íslandi. EN: Örnefnasjá, in english Geographical Names Map, is a map from National Land Survey of Iceland where all place names are collected, including places and natural objects in Iceland.

  • Categories  

    [IS] Í gagnagrunni Veðurstofu Íslands um jökulsprungur er að finna upplýsingar um staðsetningu sprungna á íslenskum jöklum. Greining sprungna er aðallega út frá gervihnatta- eða loftmyndum þegar jökullinn hefur litla snjóþekju. Um er að ræða vektorgögn með upplýsingum um alvarleika sprungna (e. crevasse severity), áætlaða staðsetningu, stefnu, dagsetningu uppgötvunar, heiti á svæðinu, halla, sprungukóða og fleira. Gögnin eru uppfærð reglulega, núverandi útgáfa er frá árinu 2021. Hér eru upplýsingar um sprungukort sem hægt er að prenta út: https://safetravel.is/outdoors/crevasse-maps/ [EN] The glacier crevasse dataset of Iceland from the Icelandic Metereological Office contains information on formation location of crevasses on Icelandic glaciers. The crevasses are detected mostly from satellite or aerial imagery when the glacier have least snow cover. The data contains vector data and information about crevasse severity, approximate forming location, orientation, date of detection, area name, slope, crevasse code and more. This data is regularly updated, the current version is from the year 2021. For ready to print crevasse maps check out: https://safetravel.is/outdoors/crevasse-maps/