From 1 - 10 / 31
  • Categories  

    Gagnasett sem sýnir yfirlitsupplýsingar um helstu svæði þar sem landgræðsla er stunduð og Land og skógur kemur að á einn eða annan hátt. Undanskilin eru þó svæði í verkefninu Bændur græða landið.

  • Categories  

    Þekja ni_tillogur_a_Bhluta_allt_fl: Tillögur að svæðum á framkvæmdaáætlun (B-hluta) náttúruminjaskrár út frá verndun vistgerða, fugla, sela, jarðminja og fossa. Innan stærri verndarsvæða voru í sumum tilfellum afmörkuð smærri svæði sem draga fram forgangsvistgerðir eða fuglategundir sem eru ekki einkennandi fyrir heildarsvæðið. Mörk eru ekki alltaf nákvæmlega skilgreind. Náttúruminjaskrá skiptist í þrjá hluta sem auðkenndir eru sem A, B og C-hluti. B-hluti er framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár þ.e. skrá yfir þær náttúruminjar sem Alþingi hefur ákveðið að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum. Í lögunum er lögð áhersla á að byggja upp skipulegt net verndarsvæða til að stuðla að vernd líffræðilegrar fjölbreytni, jarðbreytileika og fjölbreytni landslags. Náttúrufræðistofnun Íslands gerir tillögur um minjar sem ástæða þykir til að setja á framkvæmdaáætlun, þ.e. B-hluta. Að loknu því vali felur ráðherra Umhverfisstofnun að meta nauðsynlegar verndarráðstafanir á svæðum sem til greina kemur að setja á framkvæmdaáætlun og kostnað við þær. Í því ferli koma fram ýmsir aðrir hagsmunir sem geta haft áhrif á endanlegt val svæða en eru sem slíkir ekki grunnþættir í vali á svæðum til að viðhalda ákjósanlegri verndarstöðu vistgerða, vistkerfa eða tegunda. Að lokum mun Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í samráði við ráðgjafanefnd leggja fram þingsályktunartillögu um verndun svæða. Tillögurnar eru enn í úrvinnslu hjá Umhverfisstofnun og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (staða 23. febrúar 2022). Afmörkun svæða í tillögum Náttúrufræðistofnunar er ekki alltaf nákvæmlega skilgreind og getur tekið breytingum við áframhaldandi undirbúning framkvæmdaáætlunar.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Gögnin sýna 50 mílur í kringum landið.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Fjölmargir eðlis- og efnafræðilegir þættir hafa áhrif á útbreiðslu dýrategunda. Til þess að geta spáð fyrir um hvernig lífverur munu bregðast við breyttum aðstæðum í framtíðinni, t.d. hlýnandi umhverfi, þarf að gera sér grein fyrir tengslum dýrasvifsins við umhverfisþætti og uppsjávarfiskistofna. Á hafsvæðinu austan við Ísland, gætir mikilla öfga í umhverfisaðstæðum. Áraskipti eru á magni pólsjávar úr norðri, sem er kaldur og seltulítill, og selturíks og hlýs Atlantssjávar úr suðri. Útbreiðsla þessara ólíku sjógerða getur haft áhrif á útbreiðslu, samfélagsgerð og samspili dýrasvifs og fiska. Frá árinu 1970 hefur Hafrannsóknastofnun farið í umfangsmikla leiðangra austur fyrir Ísland að vori og safnað gögnum um frumframleiðni, dýrasvif og síld og mælt umhverfisbreytur, þ.á.m. seltu, hita og næringarefni. Í þessari rannsókn munum við einblína á tvö ólík svæði, kalda sjóinn austur og norðaustur af Íslandi (66-67.5°N, 9-12°W) og hlýja sjóinn í suðaustri (63.5-65°N, 9-12°W) og leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hefur tegundasamsetning, þroski og magn dýrasvifs breyst undanfarin 22 ár (1995-2017)? Er samband á milli umhverfisbreyta, þroska og magns dýrasvifs og magns og göngumynsturs síldar? Endurspeglar hlutfall og magn dýrasvifs í sjónum fæðu síldarinnar, þ.e. er síldin að velja sér fæðu? Markmið verkefnisins er að fá heildrænan skilning á samspili umhverfisþátta, dýrasvifs og síldar í uppsjávarvistkerfinu austan við Ísland. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til þess að skilja betur göngumynstur og fæðuvistfræði síldarinnar og til að kortleggja samfélagsgerð dýrasvifsins. Aukinn skilningur á dýrasvifinu, sem er einn mikilvægasti fæðuhlekkur hafsins, og samspili þess við fiskistofna sem lifa í uppsjónum, er nauðsynlegur til þess að hægt sé að spá fyrir um breytingar á komandi árum.

  • Categories  

    Líffræðiupplýsingar um fiska og önnur sjávardýr, úr leiðöngrum og sýnatöku úr afla. Í fiskagrunni stofnunarinnar eru upplýsingar um rannsóknir frá byrjun síðustu aldar til dagsins í dag, þannig eru elstu gögnin frá árinu 1902. Rannsóknir byggja oftast á leiðöngrum sem farnir eru ýmist með skipum stofnunarinnar eða leiguskipum.

  • Categories  

    Í grunninum eru upplýsingar um botnþörunga sem safnað hefur verið í fjörum og á grunnsævi við Ísland. Upplýsingar eru um tegund, fundarstað, söfnunartíma, nafn safnara og nafn þess sem greindi tegundina. Í sumum tilfellum er einnig skráðar upplýsingar um æxlunareinkenni eintaksins og aðrar upplýsingar um eintakið sem þykja áhugaverðar. Botnþörungar eru þörungar sem vaxa í fjörum og landgrunni, þeir festa sig við botn, steinar eða aðrir þörunga og finnast yfirleitt á 20m til 40m dýpi en neðar en það er ekki nægt sólarljós til að þörungar geta vaxið. Botnþörugnar skiptist í þrjá meginhópa, grænþörungar, brúnþörungar og rauðþörugnar og ræðst nafnið á ráðandi lit í hverjum hóp fyrir sig. Grænþörungar hafa dreift meira í ferskvatni og á landi en brún- og rauðþörungar lifa eingöngu í sjó. Fyrir utan kalkþörungar eru þörungar yfirleitt mjúkir og sveigjanlegir, sumir þörungar hafa þykkar blöðrur en aðrir eru aðeins örþunn himna, örfínir þræðir eða skorpur á steinum og dýrum.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánari upplýsinga.