• Lýsigagnagátt
  •  
  •  
  •  

Sjókort á rastaformi

Íslensk sjókort eru gefin út í þremur megin kortaseríum. Hafna- og aðsiglingakort eru 50 talsins, 45 hafnakort og 5 aðsiglingakort. Hafnakort eru í mælikvarða 1:10.000. Aðsiglingakortin eru í mælikvörðum á bilinu 1:35.000 til 1:50.000. Strandsiglingakort í mælikvarða 1:100.000 eru 17 og yfirsiglingakort í mælikvarða 1:300.000 eru 6. Þrjú yfirlitskort eru í mælikvörðum einn á móti milljón og minni.

Skrá yfir sjókort er á vef Landhelgisgæslunnar.

https://www.lhg.is/media/sjomaelingar_islands/Kortaskra_IS_Catalogue_of_Charts_21.06.2023b.pdf

Sjókortin sem hér eru birt hafa ekki verið leiðrétt samkvæmt tilkynningum til sjófarenda. Undantekning frá því eru sjókort í mælikvarða 1:10000 gefin eru út og prentuð eru á blaðstærð A3. Kortin sem þetta á við eru stjörnumerkt [*] í kortaskránni.

Sjókortin í vefþjónustunni eru rastamyndir af útgefnum sjókortum eins og staðan er í lok nóvember 2023.

Listi yfir sjókort sem eru í gildi og tilkynningar til sjófarenda er að finna á vef Landhelgisgæslunnar:

https://www.lhg.is/starfsemi/sjomaelingasvid/tts/uppsafnadar-tilkynningar/

Rammi og bauganet tekið burt:

Við gerð rastamyndanna var rammi sjókorts fjarlægður, textaupplýsingar í ramma utan kortflatar og bauganet á kortfleti. Þá voru textaupplýsingar inn á kortfletinum teknar í burtu þar sem að þær voru óþarfar samhengisins vegna.

Tákn og skammstafanir á sjókortum eru samræmd á alþjóðavísu (INT1). Tákn og skammstafanir í íslenskum sjókortum eru skýrð í samnefndu riti. Það er aðgengilegt á vef Landhelgisgæslunnar.

Dýpi er miðað við meðalstórstraumsfjöru. Dýpi og hæðir eru í metrum. Dýpi að 21 metra er gefið í metrum og desímetrum. Frá 21 til 31 er dýpið á hálfum metra. Frá 32 m er dýpi í heilum metrum.

Simple

Date ( Creation )
2019-09-13
Identifier
https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/metadata/76e02e09-db0c-4eac-a8b6-5436fa5bd5a9
Presentation form
Digital image
Purpose

Skoðunaraðgangur að sjókortum í gegnum vefsjá er hugsaður sem þjónusta við almenning og samfélag.

Á skipstjórnarmönnum hvílir sú skylda eftir sem áður að hafa prentuð sjókort um borð í skipum sínum samkvæmt 10. gr. 5. mgr. reglna um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa (nr. 189/1994).

Þar segir: „Sérhvert skip skal hafa nýjustu útgáfu nauðsynlegra sjókorta, þ.e. yfirsiglinga- og sérkort. Nauðsynleg tæki skulu vera til að setja út í sjókort svo og vitaskrár, flóðtöflur og nauðsynlegar leiðsögubækur fyrir þau svæði sem fyrirhugað er að sigla um. Leiðréttingar, sem fram koma eftir útgáfu korts og birtar eru í tilkynningum til sjófarenda skulu færðar í kortin. Aðrar leiðréttingar sem birtar eru skal heimfæra þar sem við á.“

Í viðauka reglugerðar um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd, viðauki 1, X. kafli, 4. regla (122/2004) segir:

Siglingaáhöld og sjóferðagögn.

1. Um borð í skipum:

a. skulu vera hentug siglingaáhöld, sjókort og sjóferðagögn til að skipuleggja og sýna leið skipsins vegna fyrirhugaðrar ferðar og setja út og fylgjast með stöðum skipsins meðan á ferð þess stendur. Fallast má á að rafræn korta- og upplýsingakerfi (ECDIS) uppfylli kröfur í þessum undirlið um að sjókort skuli vera til staðar;

b. skal vera varabúnaður sem uppfyllir kröfurnar í lið .1 um virkni ef þessu hlutverki er fullnægt að hluta til eða að fullu með raftæknilegum búnaði.

2. Sjókort og sjóferðagögn, svo sem siglingaleiðbeiningar, vitaskrár, tilkynningar til sjófarenda, flóðatöflur og öll önnur nauðsynleg sjóferðagögn vegna fyrirhugaðrar ferðar skulu vera af nægilegum fjölda og leiðrétt.

Credit
Landhelgisgæsla Íslands
Owner
Landhelgisgæsla Íslands
Point of contact
Landhelgisgæsla Íslands - Árni Þór Vésteinsson
Keywords
  • GSL
Landhelgisgæslan -
Use limitation
Notist ekki til siglinga - No to be used for navigation
Metadata language
is
Topic category
  • Oceans
N
S
E
W
thumbnail


Reference system identifier
WGS84
Distribution format
  • PNG ( )

OnLine resource
Kortaskrá ( WWW:LINK-1.0-http--link )

Skrá yfir íslensk sjókort

OnLine resource
Listi yfir tilkynningar til sjófarenda ( WWW:LINK-1.0-http--link )

Listi yfir íslensk sjókort sem eru í gildi og leiðréttingar á þeim

Protocol
OGC:WMTS
Name
Sjomaelingar:Sjokort_Sjomaelinga
Description
Sjókort, samsett þekja
Protocol
OGC:WMTS
Name
Sjomaelingar:sjokort_10thusund
Description
Sjókort, 1: 10 000
Protocol
OGC:WMTS
Name
Sjomaelingar:sjokort_15thusund
Description
Sjókort, 1: 15 000
Protocol
OGC:WMTS
Name
Sjomaelingar:sjokort_35_40_50thusund
Description
Sjókort, 1: 35 000, 1: 40 000, 1; 50 000
Protocol
OGC:WMTS
Name
Sjomaelingar:sjokort_300thusund
Description
Sjókort, 1: 300 000
Protocol
OGC:WMTS
Name
Sjomaelingar:sjokort_1milljon
Description
Sjókort, 1: 1 000 000
OnLine resource
Sjomaelingar:Sjokort_Sjomaelinga ( OGC:WMS )

Sjókort Sjómælinga Íslands

OnLine resource
Landupplýsingagátt ( WWW:LINK-1.0-http--link )
OnLine resource
aðsiglinga- og hafnakort 1:10 000. ( WWW:DOWNLOAD-1.0-http--download )

aðsiglinga- og hafnakort 1:10 000.

OnLine resource
Aðsiglinga- og hafnakort 1:10 000. ( WWW:DOWNLOAD-1.0-http--download )

gmd:MD_Metadata

File identifier
76e02e09-db0c-4eac-a8b6-5436fa5bd5a9 XML
Metadata language
is
Character set
UTF8
Date stamp
2024-08-06T09:31:34
Metadata standard name
ISO 19115:2003/19139
Metadata standard version
1.0
Owner
Landhelgisgæsla Íslands
Author
Landhelgisgæsla Íslands - Árni Þór Vésteinsson
 
 

Overviews

overview
Ísland - Efnahagslögsagan 1:2 000 000
overview
Ísland (INT 1010) 1:1 000 000
overview
Yfirsiglingakort 1:300 000
overview
Strandsiglingakort 1:100 000
overview
Aðsiglinga- og hafnakort 1:10 000

Spatial extent

N
S
E
W
thumbnail


Keywords


Provided by

logo

Associated resources

Not available


  •  
  •  
  •