From 1 - 7 / 7
  • Categories  

    Staðsetningarhnit og upplýsingar um þau raforkuver / virkjanir á Íslandi sem selja raforku inn á landskerfið, auk díselstöðva sem framleiða allt árið. Vatnsafl, jarðvarmi, vindorka, eldsneyti og varaafl, auk upplýsinga um virkar og aflagðar heimarafstöðvar.

  • Categories  

    Hús í Reykjavík, gögnum safnað til þessa sjá hvar hús eru í Reykjavík. Flákar sem sýna skurðlínur húsa við yfirboð og línur sem sýna útlínur húsa. Húsnúmer, húsanöfn. Punktar sem sýna stofnanir Reykjavíkurborgar.Íþróttamannvirki og stofnanir Reykjavíkurborgar

  • Categories  

    Mannvirki utan þéttbýlis og útlínur þéttbýlisstaða. Mannvirki skiptast í 2 lög, punktalag og flákalag. Punktalagði sýnir mannvirki utan þéttbýlis. Í laginu eru íbúðarhús, sumarhús, skálar, skólar, kirkjur, vitar og veitumannvirki svo eitthvað sé nefnt. Í dálkinum virkni er hægt að sjá hvort það sé búseta eða ekki. Flákalagið sýnir útlínur þéttbýlisstaða og einnig eru íbúatölur sem koma frá Hagstofunni.

  • Categories  

    Ýmiskonar þjónusta við almenning í Reykjavík. Punktar sem sýna Áramótabrennur, Bekki, Endurvinnslugáma og Ruslastampa, Drykkjarfonta. Flákar sem sýna Grasslátt, Gróðurbeð, Hundasvæði, Matjurtagarða, Íþróttamannvirki, Stofnanir Reykjavíkurborgar og Opin leiksvæði.

  • Categories  

    Lóðir og lönd í Reykjavík. Flákar sem sýna lóðir og lönd og línur sem sýna lóðamörk og landamerki.

  • Categories  

    Hér má finna gögn yfir skráðar minjar á Íslandi, bæði friðlýstar og aldursfriðaðar fornleifar ásamt öðrum minjum (herminjar og aðrar minjar sem ekki falla innan 100 ára reglunnar). Minjarnar eru skráðar samkvæmt stöðlum Minjastofnunar Íslands. Er um að ræða punkta-, línu- og flákagögn og þeim fylgja upplýsingar um minjarnar (tegund, hlutverk, aldur o.s.frv). Athugið að gagnasettið er ekki tæmandi yfirlit um fornleifar, hús og mannvirki á Íslandi, sem njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012. Einnig inniheldur gagnasettið aðrar minjar sem ekki njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

  • Categories  

    Fastmerkjaskrá Vegagerðarinnar inniheldur staðsetningu fastmerkja á Íslandi auk ýmissa annarra upplýsinga s.s. gerð, hnit, hæð, staðarlýsing o.fl. Í fastmerkjaskrá eru auk fastmerka frá Vegagerðinni, fastmerki frá Orkustofnun, Landmælingum Íslands, Landsvirkjum o.fl.