imageryBaseMapsEarthCover
Type of resources
Available actions
Topics
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
Resolution
-
Nú hafa Landmælingar Íslands útbúið vefkort með því að staðsetja og klippa saman hin svokölluðu Herforingjaráðskort. Eftirfarandi lýsing á Herforingjaráðskortum er tekin af vef Landsbókasafns: Á síðasta áratug 19. aldar varð dönskum yfirvöldum ljóst að þau kort sem til voru af Íslandi stæðust ekki þær kröfur sem gera þyrfti í samfélagi þess tíma. Bestu kort af Íslandi sem buðust voru í stórum dráttum byggð á strandmælingum danska sjóhersins sem fram fóru á árunum 1801-1818 annars vegar og hins vegar á kortum Björns Gunnlaugssonar sem byggð voru á fyrrnefndum strandmælingum og eigin mælingum Björns á árunum 1831-1843. Á fjárlögum 1899 voru veittar 5000 krónur og skyldi hefja nýjar þríhyrninga- og strandmælingar á Reykjanesi. Árið 1900 var gefin út í Danmörku tilskipun um að sendur skyldi leiðangur til Íslands til að mæla hér grunnlínu og hnattstöðu. Síðan var ætlunin að mæla þríhyrninganet út frá nýju grunnlínunni. Hingað voru sendir danskir liðsforingjar og sumarið 1900 var unnin ýmis undirbúningsvinna. Árið 1902 höfðu fjárveitingar verið auknar svo að rétt þótti að hefjast handa. Byrjað var á Hornafirði og mælt vestur ströndina og um lágsveitir Suðurlands en uppsveitum og hálendi frestað. Verkinu var svo haldið áfram tvö næstu árin en féll niður 1905 vegna fjárskorts og annarra anna hjá Landmælingadeild danska herforingjaráðsins (Generalstabens topografiske Afdeling) er tókst verkið á hendur. Eftir eins árs bið var þráðurinn tekinn upp að nýju enda bættist nú við fjárstyrkur úr ríkissjóði Dana. Á árunum 1906-1914 var unnið öll sumur, nema 1909, þegar ekkert var aðhafst. Var þá lokið byggðamælingum sunnanlands og mælt um Vesturland, norður og austur um Húnaflóa. Árangurinn var 117 kortblöð af þriðjungi landsins, suður- og vesturhluta, í mælikvarða 1:50.000 (auk nokkurra sérkorta af afmörkuðum svæðum). Þau eru gjarnan nefnd herforingjaráðskortin í höfuðið á þeim sem stóðu fyrir gerð þeirra.
-
Samsettar og uppréttar sögulegar loftmyndir af Íslandi. Unnið er að því að staðsetja loftmyndir frá 1994 – 2000 úr loftmyndasafni Landmælinga Íslands (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/d2323e18-ab9f-495d-8a4e-58c2a5fb096e ). Myndir eru birtar jafnóðum og búið er að staðsetja þær en ætlunin er að staðsetja eldri myndir síðar. Svæði af myndum sem teknar voru í sama flugi og úr sömu flughæð eru sett saman. Upplausn myndanna er yfirleitt 50 cm. Búið er að vinna myndirnar með sjálfvirkum aðferðum. Ákveðnar staðsetningar eru valdar af gervitunglamyndum (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e542c260-6431-48a5-8065-93350b8cb3a1) og stilltar af á IslandsDEM landhæðalíkaninu (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e6712430-a63c-4ae5-9158-c89d16da6361 ). Gerð eru nákvæm landhæðalíkön úr sögulegu loftmyndunum þar sem hæðarnákvæmni er yfirleitt innan við 1 m. Líkönin eru síðan notuð til að staðsetja loftmyndirnar. Áætluð staðsetningarnákvæmni myndanna er minna en 2 m. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------- This repository includes orthorectified and mosaicked historical aerial images from all over Iceland. The datasets are created from historical aerial images on film from the years 1994- 2000 from the aerial photograph collection of the NLSI (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/d2323e18-ab9f-495d-8a4e-58c2a5fb096e). Each mosaic is created from images taken on the same day at approximately the same height. The resolution of the mosaics is usually 50 cm. The historical photographs have been processed using automated methods of detection of points of interest (control points?) using the Maxar mosaic (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e542c260-6431-48a5-8065-93350b8cb3a1)) followed by a refined correction of the cameras using the IslandsDEM (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e6712430-a63c-4ae5-9158-c89d16da6361) as reference. For each block of historical photographs, an accurate Digital Elevation Model (DEM) is created (where the vertical accuracy is typically better than 1 m), which is used to orthorectify the aerial photographs. The estimated horizontal accuracy of the orthorectified aerial imagery is better than 2 meters.
-
Um er að ræða sérkort Landmælinga Íslands sem skönnuð voru inn, fyrir Kortadisk 3 frá árinu 2004. Suðvesturland, mælikvarði 1:100.000, endurskoðunarár 2001 Þingvellir, mælikvarði 1:25.000, endurskoðunarár 1994 Hornstrandir, mælikvarði 1:100.000, endurskoðunarár 2000 Húsavík-Mývatn, mælikvarði 1:100.000, endurskoðunarár 2000 Mývatn, mælikvarði 1:50.000, endurskoðunarár 1996 Skaftafell, mælikvarði 1:25.000, endurskoðunarár 2000 Öræfajökull, mælikvarði 1:100.000, endurskoðunarár 1982-1991 Þórsmörk-Landmannalaugar, mælikvarði 1:100.000, endurskoðunarár 2000 Hekla, mælikvarði 1:50.000, endurskoðunarár 1998 Vestmannaeyjar, mælikvarði 1:50.000, endurskoðunarár 1995 Sursey, mælikvarði 1:5.000, endurskoðunarár 1993 Útgáfu sérkorta má rekja til mokkurra korta sem gefin voru út af Geodætisk Institut í mælikvarða 1:50.000 á fyrri hluta síðustu aldar. Tvö þeirra, Mývatn og Hekla 1:50.000 þróuðust með tímanum. Síðar bættust önnur við; ÞIngvellir 1:25.000 og Skaftafell einnig í mælikvarða 1:25.000, sem prentað var á sömu örk og samsett atlasblöð nr. 87 og 88, nefnt Öræfajökull. Þá komu út sérkort í mælikvarða 1:100.000, Suðvesturland, Húsavík-Mývatn, Þórsmörk-Landmannalaugar og Hornstrandir. Loks komu svo út í þessum flokki kort af Vestmannaeyjum og Surtsey. Kortin eru ólík að eðli og gerð fyrir utan það vera gefin út í mismunandi mælikvörðum, en þau eða það sammerkt að vera ætluð ferðafólki til að veita upplýsingar um þjóðgarða, friðlönd og aðrar náttúruperlur landsins.
-
Landslags kort LMÍ var búið til fyrir grunngerð landupplýsinga, ætlunin er að kortið sé notað sem bakgrunnur og skyggi ekki á þau gögn sem lögð eru ofaná. Kortið er unnið út frá Kort LMÍ og eru kortin mjög áþekk en þó er nokkrum lögum sleppt sem eru til staðar á Kort LMÍ. Uppruni gagna Landslags LMÍ er úr nokkrum áttum. Landhæðalíkan LMÍ er notað bæði til þess að lita undirlagið, en hæðarskyggingin er einnig unnin úr því. CORINE er notað til að gefa hugmyndir um yfirborð lands. Vatnafars gögn úr Euro Global Map eru notuð í smærri skölum, en eftir því sem þysjað er inn taka önnur gögn við. I5 50V gögnin, vatnafar og hæðarlínur, fara að birtast þegar þysjað er inn í stærri skala. Dýpislínur frá Landhelgisgæslu Íslands eru birtar í öllum þysjunarstigum. Til að tengja þjónustuna við QGIS þarf að fara eftir leiðbeiningum sem eru á smámyndunum sem fylgja þessari skráningu.
-
Safn skannaðra Íslandskorta í kvarðanum 1:50.000, svokölluð DMA kort gerð af bandaríska hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Uppréttar GeoTIFF myndir sem varpað var úr VisIT hugbúnaðinum þegar kortin voru gefin út á diskum. Um er að ræða tvo kortapakka, annars vegar kortblöð 1911:1 til 2115:4 og hins vegar kortblöð 1512:1 til 1817:2
-
Flokkuð gervitunglamynd af öllu Íslandi þar sem yfirborð hefur verið flokkað í 8 flokka. Stærð myndeininga er 100 x 100 m. Unnið eftir 12 Landsat TM myndum á tímabilinu 1986-1992. Unnin hjá LMÍ 1991-1993 i samvinnu við Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskólann.
-
See english text below. Myndkort Reykjanesgossins var búið til í samstarfi Náttúrfræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands, Jarðvísindastofnunar og Almannavarna, sem hluti af viðbragðsáætlun gossins við Fagradalsfjall árið 2021. Gos hófst aftur 3. ágúst 2022 og verður verkefninu haldið áfram. Myndirnar voru teknar með Hasselblad A6D myndavél um borð í flugvél og unnar með MicMac og Agisoft ljósmælingahugbúnaðinum til að búa til hæðarlíkan (Digital Elevation Models, DEM) og myndkort. Myndkortin eru aðgengileg í gegnum WMS þjónustur og á vef Umbrotasjár (https://kortasja.lmi.is/mapview/?application=umbrotasja) innan við sólarhring eftir gögnunum hefur verið aflað. Gögnin eru uppfærð jafnt og þétt þegar nýjar upplýsingar berast og á meðan á gosinu stendur. - - - - The orthomosaic of the Reykjanes eruption have been created in a collaborative effort between Nátturfræðistofnun Íslands, Landmælingar Íslands, Jarðvísindastofnun and Almannavarnir, as part of the response plan of the Fagradalsfjall eruption of 2021. An eruption started again on August 3, 2022 and the project will therefore continue. The images are collected with a Hasselblad A6D camera onboard of a plane, and processed with the MicMac and Agisoft photogrammetric software, in order to create Digital Elevation Models (DEMs) and orthomosaics. The orthomosaics are available via WMS and in the Umbrotasjá webpage (https://kortasja.lmi.is/mapview/?application=umbrotasja) less than one day after data collection. The data is updated constantly, or when new information is received during the eruption. The data collected and processed by the National Land Survey of Iceland, the Icelandic Institute of Natural History and the Institute of Earth Sciences. Based on the work of Pedersen et al., 2022. Reference: Pedersen, G. B. M., Belart, J. M. C., Óskarsson, B. V., Gudmundsson, M. T., Gies, N., Högnadóttir, T., et al. (2022). Volume, effusion rate, and lava transport during the 2021 Fagradalsfjall eruption: Results from near real-time photogrammetric monitoring. Geophysical Research Letters, 49, e2021GL097125. https://doi.org/10.1029/2021GL097125
-
Í loftmyndasafni Landmælinga Íslands eru um 140000 loftmyndir frá árinu 1937 til ársins 2000. Til eru myndir af öllu landinu teknar á mismunandi tímum og hafa þær ómetanlegt samanburðar- og heimildagildi. Myndirnar frá árunum 1937 til 1938 eru frá dönskum landmælingamönnum. Einnig eru til myndir sem teknar voru á vegum Breta, Þjóðverja og Bandaríkjanna á tímum heimstyrjaldarinnar síðari. Frá árinu 1950 til ársins 2000 tóku Landmælingar Íslands myndir nánast árlega. Meirihluti myndanna er svarthvítur en þó er nokkuð til af litmyndum. Safnið er vel skráð í sérstakri loftmyndaskrá.Stór hluti loftmyndasafnsins er nú komið á stafrænt form. Stærstur hluti myndanna er í mælikvarðanum 1:36000. Einnig er töluvert um lágflugsmyndir sem eru í stærri mælikvarða. Skönnuðu myndirnar eru ekki í neinu staðsetningarkerfi og norður snýr ekki alltaf upp.
-
AMS kortin voru gerð af bandarísku herkortastofnuninni (Army Map Service) á árunum 1948 – 1951 eftir loftmyndum sem teknar voru á árunum 1945 og 1946 en til hliðsjónar voru eldri kort af Íslandi, aðallega Atlaskort. Kortin voru svo skönnuð og rétt upp og þeim skeytt saman í þeim tilgangi að nota sem bakrunnskort í vefsjá. Hægt er að skoða stök AMS kort í kortasafni Landmælinga Íslands sem er aðgengilegt á heimasíðu stofnunarinnar. Slóðin á kortasafnið kemur fram í lýsigögnunum. Einnig er hægt að ná í kortin á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands. Slóðin á niðurhalssíðuna kemur einnig fram í lýsigögnunum.
-
Safn skannaðra Íslandskorta í kvarðanum 1:100.000, svokölluð Atlaskort gerð af landmælingadeild danska herforingjaráðsins á fyrstu fjórum áratugum 20. aldarinnar, en seinast uppfærð árið 1989. Uppréttar GeoTIFF myndir sem varpað var úr VisIT hugbúnaðinum þegar kortin voru gefin út á diskum. Til að tengja þjónustuna við QGIS þarf að fara eftir leiðbeiningum sem eru á smámyndunum sem fylgja þessari skráningu. Hægt er að ná í kortið sem er notað í þjónustuna á Geoserver LMÍ. Sjá tengil hér fyrir neðan.