From 1 - 10 / 44
  • Categories  

    Nú hafa Náttúrufræðistofnun útbúið vefkort með því að staðsetja og klippa saman hin svokölluðu Herforingjaráðskort. Eftirfarandi lýsing á Herforingjaráðskortum er tekin af vef Landsbókasafns: Á síðasta áratug 19. aldar varð dönskum yfirvöldum ljóst að þau kort sem til voru af Íslandi stæðust ekki þær kröfur sem gera þyrfti í samfélagi þess tíma. Bestu kort af Íslandi sem buðust voru í stórum dráttum byggð á strandmælingum danska sjóhersins sem fram fóru á árunum 1801-1818 annars vegar og hins vegar á kortum Björns Gunnlaugssonar sem byggð voru á fyrrnefndum strandmælingum og eigin mælingum Björns á árunum 1831-1843. Á fjárlögum 1899 voru veittar 5000 krónur og skyldi hefja nýjar þríhyrninga- og strandmælingar á Reykjanesi. Árið 1900 var gefin út í Danmörku tilskipun um að sendur skyldi leiðangur til Íslands til að mæla hér grunnlínu og hnattstöðu. Síðan var ætlunin að mæla þríhyrninganet út frá nýju grunnlínunni. Hingað voru sendir danskir liðsforingjar og sumarið 1900 var unnin ýmis undirbúningsvinna. Árið 1902 höfðu fjárveitingar verið auknar svo að rétt þótti að hefjast handa. Byrjað var á Hornafirði og mælt vestur ströndina og um lágsveitir Suðurlands en uppsveitum og hálendi frestað. Verkinu var svo haldið áfram tvö næstu árin en féll niður 1905 vegna fjárskorts og annarra anna hjá Landmælingadeild danska herforingjaráðsins (Generalstabens topografiske Afdeling) er tókst verkið á hendur. Eftir eins árs bið var þráðurinn tekinn upp að nýju enda bættist nú við fjárstyrkur úr ríkissjóði Dana. Á árunum 1906-1914 var unnið öll sumur, nema 1909, þegar ekkert var aðhafst. Var þá lokið byggðamælingum sunnanlands og mælt um Vesturland, norður og austur um Húnaflóa. Árangurinn var 117 kortblöð af þriðjungi landsins, suður- og vesturhluta, í mælikvarða 1:50.000 (auk nokkurra sérkorta af afmörkuðum svæðum). Þau eru gjarnan nefnd herforingjaráðskortin í höfuðið á þeim sem stóðu fyrir gerð þeirra.

  • Categories  

    Loftmyndasjáin er vefsjá með sögulegum loftmyndum og er byggð á loftmyndasafni Náttúrufræðistofnunar sem nær rúmlega 80 ár aftur í tímann. Vefsjáin var hönnuð hjá Landmælingum Íslands í samstarfi við Jarðvísindastofnun HÍ og Fjarkönnunarmiðstöð HÍ. Loftmyndunum sem finna má í vefsjánni (https://www.lmi.is/is/landupplysingar/fjarkonnun/loftmyndasafn) hefur verið safnað úr flugvél, þær skannaðar og breytt í kort. Vefsjáin gefur því fólki færi á að stökkva upp í nokkurs konar ferðatímavél yfir Íslandi og skoða þær breytingar sem orðið hafa á landslagi, t.d. af völdum eldgosa, hopunar jökla eða útbreiðslu plantna, og í þéttbýli síðustu 80 árin. Loftmyndasjáin nýtist við kennslu, rannsóknir og sögu auk þess að svala almennri forvitni. Aðgangur að vefsjánni er öllum opinn og án gjaldtöku.

  • Categories  

    Röð uppréttra loftmynda úr loftmyndasafni Náttúrufræðistofnunar sem unnar voru á árunum 2013 til 2018 hjá Jarðvísindastofnun HÍ, sem partur af tveimur verkefnum: 1 - Mælingar á jöklabreytingum úr sögulegum loftmyndum. Þetta verkefni var unnið af Joaquín M.C. Belart í M.Sc. og Ph.D. hjá Jarðvísindastofnun. Útvaldar loftmyndir frá 1945 til 1994 voru skannaðar hjá Landmælingum Íslands sérstaklega fyrir þetta verkefni. Vinnsla þessara loftmynda fór fram með því að nota "Ground Control Points" (GCP) sem teknir voru úr lidarmælingum á íslenskum jöklum. Úrvinnsla gagna úr Drangajökli fór fram með ERDAS hugbúnaðinum. Nánari upplýsingar um vinnsluna er að finna í Magnússon o.fl., 2016 (https://tc.copernicus.org/articles/10/159/2016/tc-10-159-2016.html). Úrvinnsla gagna frá öðrum jöklum var unnin með MicMac hugbúnaðinum, einnig með GCP teknir af lidar. Nánari upplýsingar um vinnsluna eru fáanlegar í Belart o.fl., 2019 (https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-glaciology/article/geodetic-mass-balance-of-eyjafjallajokull-ice-cap -for-19452014-processing-guidelines-and-relation-to-climate/9B715A9E0413A6345C2B151B1173E71D) og Belart o.fl., 2020 (https://www.frontiersin.org/articles/10.31630/feart/full.316390/feart. 2 - Mælingar á hraunmagni Heklugosanna á XX öld. Þetta verkefni var unnið af Gro B.M. Pedersen sem hluti af verkefni þar sem unnið var að umhverfiskortlagningu og vöktun Íslands með fjarkönnun "Environmental Mapping and Monitoring of Iceland by Remote Sensing" (EMMIRS, fjármagnað af Rannís) á árunum 2015-2018. Loftmyndirnar af Heklu frá 1945 til 1992 voru skannaðar af Landmælingum Íslands. Vinnsla þessara mynda var gerð með ERDAS hugbúnaðinum og nánari upplýsingar um vinnsluna er hægt að nálgast í Pedersen o.fl., 2018 (https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/2017GL076887) --------------------------------------------------------------------------------------------------------------- A series of orthomosaics using the archives of aerial photographs from Náttúrufræðistofnun (Loftmyndasafn) created between 2013 and 2018 at the Institute of Earth Sciences, as part of two projects: 1 - Measurements of glacier changes from historical aerial photographs. This project was conducted by Joaquín M.C. Belart during his M.Sc. and his Ph.D. at the Institute of Earth Sciences. A selection of aerial photographs from 1945 to 1994 were scanned at Náttúrufræðistofnun specifically for this project. The processing of these aerial photographs was done using Ground Control Points (GCPs) extracted from lidar surveys of Icelandic glaciers. The processing of the data from Drangajökull ice cap was done using the ERDAS software. Further details on the processing are available in Magnússon et al., 2016 (https://tc.copernicus.org/articles/10/159/2016/tc-10-159-2016.html). The processing of the data from other glaciers was done using the MicMac software, also with GCPs extracted from lidar. Further details of the processing are available in Belart et al., 2019 (https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-glaciology/article/geodetic-mass-balance-of-eyjafjallajokull-ice-cap-for-19452014-processing-guidelines-and-relation-to-climate/9B715A9E0413A6345C2B151B1173E71D) and Belart et al., 2020 (https://www.frontiersin.org/articles/10.3389/feart.2020.00163/full) 2 - Measurements of the lava volumes of the Hekla eruptions in the XX century. This project was conducted by Gro B.M. Pedersen as part of the Environmental Mapping and Monitoring of Iceland by Remote Sensing (EMMIRS, financed by Rannís) project between 2015-2018. The aerial photographs of Hekla from 1945 to 1992 were scanned by Náttúrufræðistofnun. The processing of these photographs was done using the ERDAS software, and further details of the processing are available in Pedersen et al., 2018 (https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/2017GL076887) References: Belart J.M.C., Magnússon E., Berthier E., Pálsson, F., Aðalgeirsdóttir, G., & Jóhannesson, T. (2019). The geodetic mass balance of Eyjafjallajökull ice cap for 1945–2014: Processing guidelines and relation to climate. Journal of Glaciology, 65(251), 395-409. doi:10.1017/jog.2019.16 Belart J.M.C., Magnússon E., Berthier E., Gunnlaugsson Á.Þ., Pálsson F., Aðalgeirsdóttir G., Jóhannesson T, Thorsteinsson T and Björnsson H (2020) Mass Balance of 14 Icelandic Glaciers, 1945–2017: Spatial Variations and Links With Climate. Front. Earth Sci. 8:163. doi: 10.3389/feart.2020.00163 Magnússon, E., Belart, J.M.C., Pálsson, F., Ágústsson, H., and Crochet, P.: Geodetic mass balance record with rigorous uncertainty estimates deduced from aerial photographs and lidar data – Case study from Drangajökull ice cap, NW Iceland, The Cryosphere, 10, 159–177, https://doi.org/10.5194/tc-10-159-2016, 2016. Pedersen, G. B. M., Belart, J. M. C., Magnússon, E., Vilmundardóttir, O. K., Kizel, F., Sigurmundsson, F. S., et al. (2018). Hekla volcano, Iceland, in the 20th century: Lava volumes, production rates, and effusion rates. Geophysical Research Letters, 45, 1805–1813. https://doi.org/10.1002/2017GL076887

  • Categories  

    Samsettar og uppréttar sögulegar loftmyndir af Íslandi. Unnið er að því að staðsetja loftmyndir frá 1974 og 1994 – 2000 úr loftmyndasafni Náttúrufræðistofnunar (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/d2323e18-ab9f-495d-8a4e-58c2a5fb096e ). Myndirnar eru birtar jafnóðum og búið er að staðsetja þær en ætlunin er að staðsetja eldri myndir síðar. Svæði af myndum sem teknar voru í sama flugi og úr sömu flughæð eru sett saman. Upplausn myndanna er yfirleitt 50 cm. Búið er að vinna myndirnar með sjálfvirkum aðferðum. Ákveðnar staðsetningar eru valdar af gervitunglamyndum (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e542c260-6431-48a5-8065-93350b8cb3a1) og stilltar af á ÍslandsDEM landhæðalíkaninu (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e6712430-a63c-4ae5-9158-c89d16da6361 ). Gerð eru nákvæm landhæðalíkön úr sögulegu loftmyndunum þar sem hæðarnákvæmni er yfirleitt innan við 1 m. Líkönin eru síðan notuð til að staðsetja loftmyndirnar. Áætluð staðsetningarnákvæmni myndanna er minna en 2 m. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------- This repository includes orthorectified and mosaicked historical aerial images from all over Iceland. The datasets are created from historical aerial images on film from the years 1974, 1994 - 2000 from the aerial photograph collection of the NLSI (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/d2323e18-ab9f-495d-8a4e-58c2a5fb096e). Each mosaic is created from images taken on the same day at approximately the same height. The resolution of the mosaics is usually 50 cm. The historical photographs have been processed using automated methods of detection of points of interest (control points?) using the Maxar mosaic (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e542c260-6431-48a5-8065-93350b8cb3a1)) followed by a refined correction of the cameras using the IslandsDEM (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e6712430-a63c-4ae5-9158-c89d16da6361) as reference. For each block of historical photographs, an accurate Digital Elevation Model (DEM) is created (where the vertical accuracy is typically better than 1 m), which is used to orthorectify the aerial photographs. The estimated horizontal accuracy of the orthorectified aerial imagery is better than 2 meters.

  • Categories  

    [IS] Um er að ræða drónamyndir af Höfn á Hornafirði, teknar 15. júní 2022. Byrjað var klukkan 08:30 og lokið daginn eftir, 16. júní 2022, klukkan 10:30. Myndirnar voru teknar með Zenmuse P1 myndavélum, með upplausn á 3 cm. [EN] This dataset contains drone imagery of Höfn, captured on June 15th, 2022, starting at 08:30 and ending on June 16th, 2022, at 10:30. The imagery was captured using a Zenmuse P1 camera, with an approximate resolution of 3 cm.

  • Categories  

    [IS] Um er að ræða drónamyndir af Vopnafirði, teknar 13. júní 2022. Byrjað var klukkan 19:00 og lokið daginn eftir, 14. júní 2022, klukkan 12:30. Myndirnar voru teknar með Zenmuse P1 myndavélum, með upplausn á 5 cm. [EN] This dataset contains drone imagery of Vopnafjörður, captured on June 13th, 2022, starting at 19:00 and ending on June 14th, 2022, at 12:30. The imagery was captured using a Zenmuse P1 camera, with an approximate resolution of 5 cm.

  • Categories  

    [IS] Um er að ræða drónamyndir af Akureyril, teknar 10.,13., 18., 20., 26., 30. águst 2021. Myndirnar voru teknar með Zenmuse P1 myndavélum, með 2ja sm. upplausn og varpað yfir í 15 sm. Myndirnar voru teknar af Svarma. [EN] This dataset contains drone imagery of Akureyri, captured on August 10th,13th, 18th, 20th, 26th, 30th 2021. The imagery was captured using a Zenmuse P1 camera, with a sampled approximate resolution of 15 cm. Imagery produced by Svarmi. Upon request 2 cm resolution is available.

  • Categories  

    [IS] Um er að ræða drónamyndir af Hólmavík, teknar 6. júlí 2022. Byrjað var klukkan 19:30 og lokið daginn eftir, 6. júlí 2022, klukkan 20:45. Myndirnar voru teknar með Zenmuse P1 myndavélum, með upplausn á 3 cm. 06.07.2022 19:30 06.07.2022 20:45 [EN] This dataset contains drone imagery of Hólmavík, captured on July 6th, 2022, starting at 19:30 and ending on July 6th, 2022, at 20:45. The imagery was captured using a Zenmuse P1 camera, with an approximate resolution of 3 cm.

  • Categories  

    [IS] Á níunda áratug síðustu aldar voru fluglínur fyrir bandarískar loftmyndir frá 1956-1961 (svokallaðar DMA myndir) teiknaðar á níu kort í mælikvarðanum 1:250 000. Fyrsta og síðasta myndnúmerið var skrifað á hverja fluglínu. Nú hafa kortin verið staðsett og fluglínurnar settar á vektor form þar sem númer myndanna kemur fram í eigindum. Í kjölfarið var gagnagrunnurinn (fluglínur og loftmyndir) endurskoðaður. Nýlegar skannanir á öllum DMA myndunum frá Bandaríkjunum voru rýndar og aukaupplýsingum bætt inn í töflur, svo sem dagsetningu ljósmynda, brennivídd linsu og flughæð. Fluglínurnar voru einnig flokkaðar eftir staðsetningu og nálægum dagsetningum í eigindina „svæði“. Svo kölluð brúun (e. interpolation) var framkvæmd á hverri fluglínu þegar þær voru endurskoðaðar. Fyrsta og síðasta ljósmyndin á hverri fluglínu er þekkt, og gengið út frá því að allar myndir milli þeirra væru teknar með reglulegu millibili. Áætluð staðsetningarnákvæmni er +/- 2 km. [EN] The flightlines from the American photographs from 1956-1961 (so called DMA images) were hand-drawn in the 1980s in nine maps in 1:250.000. Each flightline had the first and last image number written on it. These maps were georeferenced and the flightlines were digitized into vectors, writing the image number as attributes. Once this was finished, a revision of the database was made. The recent scans of all the DMA images from USA were inspected, and extra information was added into the table, such as the date of the photographs, the focal lenght and flight height. The flightlines were also grouped by location and nearby dates, into the attribute "area". Once the flightlines were revised, an interpolation was done for each flightline. Since the first and last photograph of each flightline was known, we interpolated each photograph within a flightline assuming that all the images were captured at a regular interval. The expected accuracy of the geolocation is +/- 2 km.

  • Categories  

    [IS] Um er að ræða drónamyndir af Búðadal, teknar 1. júní 2022. Byrjað var klukkan 14:40 og lokið daginn eftir, 1. júní 2022, klukkan 15:50. Myndirnar voru teknar með Zenmuse P1 myndavélum, með upplausn á 3 cm. [EN] This dataset contains drone imagery of Búðadalur, captured on June 1st, 2022, starting at 14:40 and ending on June 1st, 2022, at 15:50. The imagery was captured using a Zenmuse P1 camera, with an approximate resolution of 3 cm.