From 1 - 9 / 9
  • Categories  

    Gögnin innhalda staðsetningu veðurstöðva sem eru í eigu Vegagerðarinnar og staðsettar eru við þjóðvegi en einnig veðurstöðvar í eigu Veðurstofunnar og annarra.

  • Categories  

    Vefþjónustan inniheldur upplýsingar um hverja snjóflóðaútlínu sem hægt er að birta í snjóflóðaskýrslu í gegnum Ofanflóðakortasjá VÍ og skal einvörðungu nota þar. Gagnasafnið var síðast uppfært í janúar 2023.

  • Categories  

    Svæða-, staðar- og farvegaskipting fyrir ofanflóð í samræmi við ofanflóðaskráningarkerfi Veðurstofu Íslands. Um er að ræða stigskiptingu (hierarchy) þar sem landinu er skipt niður í staði, hverjum stað svo niður í svæði og innan svæða eru svo afmarkaðir algengir farvegir ofanflóða.

  • Categories  

    Vefþjónustan sýnir útlínur og aðrar upplýsingar um helstu snjóflóð sem að starfsmenn Veðurstofunnar hafa kortlagt. Útlínur eru ýmist mældar með GPS, hnitaðar út frá ljósmyndum og/eða lýsingum. Nákvæmni gagnanna er birt með mismunandi táknum. Upplýsingar um útbreiðslu nýtast við gerð snjóflóðaannála og aðgerða til varnar snjóflóðum hvort sem um er að ræða rýmingar eða gerð varnarvirkja. Gagnasafnið nýtist einnig við keyrslu snjóflóðalíkana og við gerð hættumats. Gagnasafnið var síðast uppfært í janúar 2023.

  • Categories  

    Þjónustan sýnir rýmingarreiti á þéttbýlisstöðum landsins þar sem talin er snjóflóðahætta. Reitaskiptinguna hefur Veðurstofan gert í samráði við heimamenn, og birt á sérstökum kortum og byggja rýmingaráætlanir staðanna á þessari reitaskiptingu. Samkvæmt lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (49/1997) ber Veðurstofu Íslands að gefa út viðvaranir um staðbundna snjóflóðahættu. Skal þá rýma húsnæði á reitum sem tilgreindir eru í viðvörun Veðurstofunnar.

  • Categories  

    Vefþjónustan inniheldur upplýsingar um hættusvæði, jafnáhættulínur og mörk hættumetins svæðis fyrir nokkra þéttbýliskjarna. Nánari upplýsingar fást á vef VÍ (https://www.vedur.is/ofanflod/haettumat). Útgefið hættumatskort gildir ef misræmi er á milli þess og vefþjónustunnar.

  • Categories  

    The Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) is the biodiversity working group of the Arctic Council. The CAFF Kortasjá represents data from CAFF and from their GeoCatalog (https://geo.abds.is/) More info on their website https://www.caff.is/

  • Categories  

    Umbrotasjá sýnir landupplýsingar sem tengjast jarðhræringum t.d. á Reykjanesskaga. Myndirnar og gögnin sem er að finna í Umbrotasjá voru útbúin af hópi sérfræðinga frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Myndirnar voru unnar á hraða samkvæmt neyðarástandi og gerðar aðgengilegar á Umbrotasjá fyrir vísindasamfélagið og ákvörðunaraðila aðeins nokkrum klukkustundum eftir að mælingum lauk. Niðurstöður þessarar vinnu hjálpa til við að útbúa hættumat vegna eldgossins og stjórnun aðgengis að svæðinu. The Eruption Webmap shows the latest geographical information and imagery related to eruptions in Iceland.

  • Categories  

    [IS] Hægt er að skoða landupplýsingar fjölmargra stofnana í Landupplýsingagátt. Um er að ræða staðtengd gögn/kort, svo sem hæðargögn, ýmis mörk, landnotkun, örnefni, loftmyndir og fleira. Lýsigögn eru skráð um öll gögn í gáttinni og geta notendur, t.d. stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur, fengið upplýsingar um gögnin og aðgengi að þeim og notað gögnin t.d. í tengslum við skipulagsmál, landnýtingu, náttúruauðlindastjórnun, innviðaþróun, umhverfismál og rannsóknir. Bætt aðgengi að landupplýsingum styður við upplýsta ákvarðanatöku í tengslum við skipulagsmál og áhrif á umhverfið svo eitthvað sé nefnt. Landupplýsingagáttin er starfrækt í samræmi við lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar frá árinu 2011. Þar kemur fram að opinberum aðilum beri að miðla stafrænum landupplýsingum á samræmdan hátt og að stofnanir eigi að veita aðgang að niðurhals- og skoðunarþjónustum. Tilgangurinn með starfrækslu Landupplýsingagáttar er einmitt að bæta aðgengi að staðtengdum gögnum og upplýsingum um þau (lýsigögn), ásamt því að gera gögnin aðgengileg í gegnum niðurhals- og skoðunarþjónustur. [EN] Landupplýsingagátt is a term used by National Land Survey of Iceland. It is a geoportal, an online platform provided by Landmælingar Íslands that serves as a central hub for accessing geospatial information data in Iceland. Landupplýsingagátt offers a wide range of geospatial datasets and maps, including topographic maps, cadastral information, elevation data, aerial imagery and more. Users, such as government agencies, researchers, businesses and the public, can view datasets through the portal for various purposes, such as urban planning, land management, natural resource management, infrastructure development, environmental monitoring and research. Through Landupplýsingagátt, users can search for and view geospatial data, as well as access metadata and download datasets in different formats. The platform promotes transparency, accessibility, and collaboration in the use of geospatial information, supporting informed decision-making and sustainable development in Iceland. Overall, the Landupplýsingagátt plays a crucial role in facilitating the sharing and dissemination of geospatial information, contributing to effective land administration and management in Iceland. Landupplýsingagátt was developed in accordance with the law on the basic structure for digital geospatial information since 2011. It states that public bodies must share digital geospatial information in a uniform manner and that organizations must provide access to download and inspection services. The purpose of operating the Land Information Portal is precisely to improve access to location-related data and information about them (metadata), as well as to make the data available through download and viewing services.