Landbúnaðarháskóli Íslands
Type of resources
Available actions
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Service types
Scale
-
Unnið er að samantekt um skurðakortlagninguna þar sem gerð verður grein fyrir markmiðum, grunnmyndum, aðferðum og niðurstöðum. Samantektin verður birt í riti LbhÍ. Mælikvarði / Appropriate scale 1:2000 - 1:5000 Summary for the ditchmap will be prepared as a LbhÍ report.
-
Skoðunarþjónustur LBHÍ.
-
Niðurhalsþjónustur LBHÍ
-
Nytjaland er verkefni sem miðaði að því að kortleggja yfirborð landsins á grunni þess hversu gróskumikið það væri. Flokkunin var unnin með fjarkönnunaraðferðum með Landsat 7 og SPOT 5 gervitunglamyndum. Yfirborðsflokkarnir 12 eru: Graslendi, ríkt mólendi, ræktað land, Rýrt mólendi, skógur og kjarrlendi, moslendi, hálfdeigja, votlendi, hálfgróið land, líttgróið land, straum- og stöðuvötn, jöklar og fannir og óflokkað, eyjar/sker Verkefnið var unnið frá árunum 1999-2007. Var þá búið að gera yfirborðsflokkun á um 70% landsins í 12 flokka og 30% af yfirborðinu í 6 flokka. Á kortinu Nytjaland_1 hafa gögnin úr 6 flokka flokkuninni verið aðlöguð að 12 flokka flokkunninni. Flokkurinn sem dekkaði gróið land í 6 flokka flokkunninni var allur sameinaður floknum rýrt mólendi í 12 flokka flokkunninni. Upplýsingum frá Skógrækt ríkisins (2013) um skóga var bætt inn í flokkuðu gögnin. Flokkurinn ræktað land var uppfærður samkvæmt korti af ræktuðu landi sem hnitað var inn af gervitunglamyndum. Ár og vötn, jöklar, fannir og strandlína var aðlagað að vatnafarsgrunni LMÍ (2013). Rastagrunnurinn er í mælikvarðanum 1:30.000.
-
Íslenskur jarðvegur telst til eldfjallajarðar (Andosol) að langmestum hluta, en eldfjallajörð er jarðvegur sem myndast á eldvirkum svæðum heimsins. Eldfjallajörð hefur afar sérstæða eiginleika sem greina hana frá öðrum jarðvegsgerðum. Útbúin var einföld flokkun fyrir íslenskan jarðveg, sem m.a. byggist á alþjóðlegum flokkunarkerfum en einnig á vinnu Björns Jóhannessonar og Þorsteins Guðmundssonar. Flokkunin gerir greinarmun á i) jarðvegi auðna (glerjörð sem skiptist í melajörð, malarjörð, sandjörð og vikurjörð; ii) jarðvegi gróins lands með sortueiginleika (sortujörð, sem skiptist í brúnjörð, votjörð og svartjörð), iii) lífrænni mójörð og að síðustu iv) öðrum jarðvegi sem er margvíslegur að gerð. Í síðasta flokknum er bergjörð útbreiddust, en auk þess má nefna frerajörð sífrerasvæða og kalkjörð. Jarðvegskortið var unnið á grundvelli sniða og jarðvegssýna sem safnað hefur verið víða um landið. Kortið er á vektora formi og í mælikvarða 1:500 000. Það er m.a. hluti evrópska jarðvegskortsins. A soil map of Iceland: The Soil map classification separates between; 1) andic soils, which are Brown Andosols, Gleyic Andosols and Histic Andosols; 2) Vitrisols, soils of deserts, which are divided into Cambic Vitrisols, Gravelly Vitrisols, Arenic Vitrisols and Pumice Vitrisols iii) Histosols, and iv) other soil types such as Cryosols and Leptosols. The classification system is in part based on WRB system and Soil Taxonomy and earlier work by Björn Jóhannesson and Þorsteinn Guðmundsson (see English Summary and 1. table in http://www.moldin.net/uploads/3/9/3/3/39332633/jardvegskort_2.pdf). The map is in a coarse scale (1:500 000) and is not intended to use for particular points on the landscape. It is rather an overview. It has been incorporated into the EU soil database and the Circumpolar soil map.