From 1 - 4 / 4
  • Categories  

    Vegagerðin heldur skrá í stafrænum kortagrunni um vegi í náttúru Íslands, öðrum en þjóðvegum, þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil, sbr. 2. mgr. 7. gr. vegalaga, nr. 80/2007. Skipulagsstofnun sér til þess að Vegagerðinni berist upplýsingar um vegi í viðkomandi sveitarfélagi til skráningar og birtingar. Nánari upplýsingar um vegi náttúru Íslands má finna í lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2013060.html), í reglugerð nr. 260/2018 um vegi í náttúru Íslands (https://island.is/reglugerdir/nr/0260-2018) og í leiðbeiningum Skipulagsstofnunar „Vegir í náttúru Ísland - um gerð vegaskráar og högun og skil á gögnun“ (https://www.skipulag.is/media/vegir-i-natturu-islands/vegirinatturuislands_v4.pdf).“

  • Categories  

    Vetrarþjónusta er öll vinna við framkvæmd, eftirlit, aðstoð og beina verkstjórn á verkstað við snjómokstur og hálkuvarnir, hreinsun og flutningur á ís og krapa af vegi, úr vegrásum, ræsum og niðurföllum og frá umferðarmerkjum og öðrum mannvirkjum við veginn svo og hreinsun vegyfirborðs og rása eftir hrun í þeim tilfellum þar sem það er af völdum snjóskriða eða ísmyndunar ofan vegar, rekstur og minni viðgerðir á sandgeymslum, sandsílóum, viðgerðir á snjóflóðanetum, stofnkostnaður og viðgerðir á saltkistum, snjógrindum og öðrum minni háttar snjóvarnarvirkjum svo og viðhald snjóstika og snjóspíra sem lagfæra þarf á meðan snjómokstur stendur yfir. Vetrarþjónusta er einnig endurnýjun á girðingum og öðrum minni háttar mannvirkjum utan vegar sem verða fyrir skemmdum í snjómokstri að því tilskildu að um leið séu gerðar ráðstafanir til að hliðstæðar skemmdir endurtaki sig ekki við sambærilegar aðstæður.

  • Categories  

    Reiknuð umferð á þjóðvegakerfinu, frá árinu 2008. Umferðartölurnar eru reiknaðar fyrir einstaka hluta vegakerfisins á stofn-, tengi- og landsvegum og fylgja miðlínugrind Vegagerðarinnar. Eldri umferðartölur sem ná aftur til ársins 1975 eru eingöngu til á töfluformi og eru ekki tiltæk í landupplýsingakerfi sem stendur. Útreikningarnir byggja á tvenns konar talningu, þ.e. árstalningu og skynditalningu. Í fyrrnefnda tilvikinu er talið alla daga ársins en í því síðara er talið í stuttan tíma, oftast í u.þ.b. þrjár vikur. Þegar niðurstöður árstalninga liggja fyrir er reiknuð ársdagsumferð (ÁDU), sumardagsumferð (SDU) og vetrardagsumferð (VDU)

  • Categories  

    Þjóðvegir sem eru í umsjón Vegagerðarinnar. Línugögn: Miðlína þjóðvega sem heyra undir Vegagerðina skv. vegalögum. Gögnin innhalda m.a. upplýsingar um yfirborð og flokkun vegakerfisins, auk staðsetningu jarðganga. Einnig upplýsingar um yfirborðsmerkingar Punktgögn: Brýr og ræsi þ.m.t. göngubrýr yfir þjóðvegi. Ýmsar upplýsingar fylgja brúnum s.s. breidd, lengd, gerð brúarvirkis ofl. Umferðarmerki, skráning á gerð fer eftir reglugerð nr.289/1995 með síðari breytingum. Áningastaðir.