From 1 - 1 / 1
  • Categories  

    Notagildi og orðskýringar: Skrá þar sem hver færsla, nefnd Staðfang (e. access address), geymir bæði lýsandi og rúmfræðilegar upplýsingar um staðsetningu, hvar fólk gæti verið að finna. Slík staðsetning getur svarað til heimilis, samkomuhúss, verslunar, vinnustaðar, útsýnisstaðar o.fl. Með lýsandi upplýsingum er t.a.m. átt við í hvaða sveitarfélagi, bæ eða hverfi staðfangið er að finna skv. skráningu í Fasteignaskrá Íslands. Með rúmfræðilegum upplýsingum er átt við tvívítt hnit í samræmdu landshnitakerfi ISN93. Uppbygging: Auðkenni staðfangs er heitinúmer/staðfanganúmer. Tengsl staðfangaskrár og fasteignaskrár eru með þeim hætti að fasteignaskrá byggist upp af skráningu lands (landnúmer. landnr), fasteignaheita/staðfanga (heitinúmer. heinum) og mannvirkja (fastanúmer. fastnum og matsnúmer. fnum). Þessu er hægt að líkja við mengi, innan eins landnúmers geta verið eitt eða fleiri heitnúmer og innan hvers heitinúmers geta verið núll eða fleiri fastanúmer/matsnúmer. Það fer eftir því hversu djúpt við köfum ofan í gögnin hvernig endurtekning á sér stað. FID - Upplýsingalaust auðkennisnúmer fyrir gagnagrunn ÞÍ. Þessi dálkur er ekki sýndur í WFS grunni. HNITNUM - Hlaupandi upplýsingalaust auðkennisnúmer staðfangs. Hvert staðfang getur verið tengt mörgum hnitum, en hvert hnit hefur aðeins eitt hnitnúmer. SVFNR - Sveitarfélagsnúmer er fjögurra stafa auðkennisnúmer. BYGGD - Byggðarnúmer innan viðkomandi sveitarfélags. LANDNR - Hlaupandi sex stafa auðkennisnúmer landeigna í landeignaskrá HMS. HEINUM - Heitinúmer er sjö stafa auðkennisnúmer staðfanga/fasteignaheita. Eitt heitinúmer er fyrir hvert staðfang. Annarstaðar er þetta kallað staðfanganúmer. MATSNR - Matsnúmer (7 stafir). Raðnúmer. Sérhver matseining er auðkennd með matsnúmeri. Sum staðföng benda á ákveðna matseiningu. POSTNR - Póstnúmer þess póstsvæðis sem staðfang er innan skv. nýjustu upplýsingum frá Byggðastofnun. HEITI_NF - Staðvísir í nefnifalli. HEITI_TGF - Staðvísir í þágufalli. HUSNR - Staðgreinir, húsnúmer. BOKST - Staðgreinir, viðbættur bókstafur. VIDSK - Staðgreinir, viðskeyti við staðfang. SERHEITI - Sérheiti staðfangs. DAGS_INN - Dagsetning fyrstu innskráningar. DAGS_LEIDR - Dagsetning síðustu leiðréttingar. GAGNA_EIGN - HMS er eigandi staðfangaskrár. TEGHNIT - Tegund hnits, 0 Eftir að yfirfara tegund hnits, 1 Áætlaður miðpunktur mannvirkis, 2 Staðsetning megin inngangs í mannvirki, 3 Hnitpunktur staðsettur á innkeyrslu lóðar, 4 Hnitpunktur staðsettur með vissu innan lóðamarka, 5 Hnitpunktur staðsettur innan áætlaðs byggingarreits. YFIRFARID - Staða hnits, 0 Óyfirfarið, 1 Yfirfarið, 2 Þarf endurskoðun, 9 Vantar heitinúmer. YFIRF_HEITI - Þessi dálkur er ekki lengur nýttur. ATH - Notað til ítarlegri aðgreiningar t.d. á matshlutum og skráningu heimildarmanna eða heimilda. NAKV_XY - Áætluð skekkjumörk í metrum. HNIT - Staðsetning staðfangs í ISN93 formi. Sett fram sem "POINT (X-hnit Y-hnit)". Þessi dálkur er ekki sýndur í WFS grunni. N_HNIT_WGS84 - Norður hnit í breiddargráðu WGS84. Allt í gráðum, ekki mín og sek. Fyrstu 2 tölustafir eru fyrir framan kommu og allt eftir það fyrir aftan kommu. E_HNIT_WGS84 - Austur hnit í lengdargráða WGS84. Allt í gráðum, ekki mín og sek. Mínus merki og fyrstu 2 tölustafir eru fyrir framan kommu og allt eftir það fyrir aftan kommu. NOTNR - Auðkennisnúmer þess starfsmanns sem átti síðast við þetta hnit í gagnagrunninum. LM_HEIMILISFANG - Birtingaform staðfangs með landnúmeri viðskeyttu. Samanstendur af HEITI_NF, HUSNR, BOKST, VIDSK, (LANDNR). VEF_BIRTING- Birtingaform staðfangs með landnúmeri viðskeyttu. Samanstendur af HEITI_NF, HUSNR, BOKST, VIDSK, (LANDNR). HUSMERKING - Sýnir dálkana HÚSNR og BOKST saman.