From 1 - 10 / 17
  • Categories  

    Í gögnunum er að finna upplýsingar um staðsetningu og umfang verndarsvæða í byggð sem ráðherra hefur staðfest í samræmi við lög nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Markmið laganna er að stuðla að varpveislu og vernd byggðar sem hefur sögulegt gildi.

  • Categories  

    Ræktunarsvæði er afmarkað svæði sjávar nægjanlega stórt til að rúma þann ræktunarbúnað sem notaður er á viðkomandi svæði. Yfirleitt er um að ræða línur sem strekktar eru á milli flot bauja eða sérstaka ræktunarfleka með lóðréttar ræktunarlínur fáeina metra niður undir yfirborð sjávar . Svæðið er merkt með löglegum sjómerkjum þannig að sjófarendur eiga að geta varast þau, enda einnig merkt inn sjókort Landhelgisgæslunnar. Einungis er ræktuð Bláskel (Kræklingur).

  • Categories  

    Notagildi og orðskýringar: Skrá þar sem hver færsla, nefnd Staðfang (e. access address), geymir bæði lýsandi og rúmfræðilegar upplýsingar um staðsetningu, hvar fólk gæti verið að finna. Slík staðsetning getur svarað til heimilis, samkomuhúss, verslunar, vinnustaðar, útsýnisstaðar o.fl. Með lýsandi upplýsingum er t.a.m. átt við í hvaða sveitarfélagi, bæ eða hverfi staðfangið er að finna skv. skráningu í Fasteignaskrá Íslands. Með rúmfræðilegum upplýsingum er átt við tvívítt hnit í samræmdu landshnitakerfi ISN93. Uppbygging: Auðkenni staðfangs er heitinúmer/staðfanganúmer. Tengsl staðfangaskrár og fasteignaskrár eru með þeim hætti að fasteignaskrá byggist upp af skráningu lands (landnúmer. landnr), fasteignaheita/staðfanga (heitinúmer. heinum) og mannvirkja (fastanúmer. fastnum og matsnúmer. fnum). Þessu er hægt að líkja við mengi, innan eins landnúmers geta verið eitt eða fleiri heitnúmer og innan hvers heitinúmers geta verið núll eða fleiri fastanúmer/matsnúmer. Það fer eftir því hversu djúpt við köfum ofan í gögnin hvernig endurtekning á sér stað. FID - Upplýsingalaust auðkennisnúmer fyrir gagnagrunn ÞÍ. Þessi dálkur er ekki sýndur í WFS grunni. HNITNUM - Hlaupandi upplýsingalaust auðkennisnúmer staðfangs. Hvert staðfang getur verið tengt mörgum hnitum, en hvert hnit hefur aðeins eitt hnitnúmer. SVFNR - Sveitarfélagsnúmer er fjögurra stafa auðkennisnúmer. BYGGD - Byggðarnúmer innan viðkomandi sveitarfélags. LANDNR - Hlaupandi sex stafa auðkennisnúmer landeigna í landeignaskrá HMS. HEINUM - Heitinúmer er sjö stafa auðkennisnúmer staðfanga/fasteignaheita. Eitt heitinúmer er fyrir hvert staðfang. Annarstaðar er þetta kallað staðfanganúmer. MATSNR - Matsnúmer (7 stafir). Raðnúmer. Sérhver matseining er auðkennd með matsnúmeri. Sum staðföng benda á ákveðna matseiningu. POSTNR - Póstnúmer þess póstsvæðis sem staðfang er innan skv. nýjustu upplýsingum frá Byggðastofnun. HEITI_NF - Staðvísir í nefnifalli. HEITI_TGF - Staðvísir í þágufalli. HUSNR - Staðgreinir, húsnúmer. BOKST - Staðgreinir, viðbættur bókstafur. VIDSK - Staðgreinir, viðskeyti við staðfang. SERHEITI - Sérheiti staðfangs. DAGS_INN - Dagsetning fyrstu innskráningar. DAGS_LEIDR - Dagsetning síðustu leiðréttingar. GAGNA_EIGN - HMS er eigandi staðfangaskrár. TEGHNIT - Tegund hnits, 0 Eftir að yfirfara tegund hnits, 1 Áætlaður miðpunktur mannvirkis, 2 Staðsetning megin inngangs í mannvirki, 3 Hnitpunktur staðsettur á innkeyrslu lóðar, 4 Hnitpunktur staðsettur með vissu innan lóðamarka, 5 Hnitpunktur staðsettur innan áætlaðs byggingarreits. YFIRFARID - Staða hnits, 0 Óyfirfarið, 1 Yfirfarið, 2 Þarf endurskoðun, 9 Vantar heitinúmer. YFIRF_HEITI - Þessi dálkur er ekki lengur nýttur. ATH - Notað til ítarlegri aðgreiningar t.d. á matshlutum og skráningu heimildarmanna eða heimilda. NAKV_XY - Áætluð skekkjumörk í metrum. HNIT - Staðsetning staðfangs í ISN93 formi. Sett fram sem "POINT (X-hnit Y-hnit)". Þessi dálkur er ekki sýndur í WFS grunni. N_HNIT_WGS84 - Norður hnit í breiddargráðu WGS84. Allt í gráðum, ekki mín og sek. Fyrstu 2 tölustafir eru fyrir framan kommu og allt eftir það fyrir aftan kommu. E_HNIT_WGS84 - Austur hnit í lengdargráða WGS84. Allt í gráðum, ekki mín og sek. Mínus merki og fyrstu 2 tölustafir eru fyrir framan kommu og allt eftir það fyrir aftan kommu. NOTNR - Auðkennisnúmer þess starfsmanns sem átti síðast við þetta hnit í gagnagrunninum. LM_HEIMILISFANG - Birtingaform staðfangs með landnúmeri viðskeyttu. Samanstendur af HEITI_NF, HUSNR, BOKST, VIDSK, (LANDNR). VEF_BIRTING- Birtingaform staðfangs með landnúmeri viðskeyttu. Samanstendur af HEITI_NF, HUSNR, BOKST, VIDSK, (LANDNR). HUSMERKING - Sýnir dálkana HÚSNR og BOKST saman.

  • Categories  

    Skyndilokanir Upplýsingar um skyndilokanir veiðisvæða koma úr gagnagrunnum Fiskistofu. Frá árinu 2020 hefur ákvörðunartaka um skyndilokanir veiðisvæða fyrir tilteknum veiðum verið í höndum Fiskistofu en var áður hjá Hafrannsóknarstofnun. Skyndilokun varir að jafnaði í 2 vikur. Tímamörk lokunar eru alltaf tilgreind með ákvörðun skyndilokunar. Ákvörðun um skyndilokun veiðisvæðis er gerð þegar mælingar á afla stenst ekki viðmiðunarmörk Hafrannsóknarstofnunar en einnig til að loka svæðum sem hafa staðbundinn kvóta. Reglugerðalokanir Reglugerðir eru ákvarðaðar af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu (ANR) og skilgreina bannsvæði og tímabil, þar sem fiskveiðar eru bannaðar með tilteknum veiðarfærum. Sumar reglugerðarlokanir eru árstíðarbundnar, til dæmis friðun vegna hrygninga þar sem svæðum sem fiskur kemur til hrygninga er lokað á ákveðnum tíma ársins.

  • Categories  

    Gögnin veita upplýsingar um hvar hægt er að losa úr ferðasalernum. Í reglugerð um hollustuhætti segir að á tjald- og hjólhýsasvæðum eða í námunda við það skuli vera aðstaða til að tæma og hreinsa ferðasalerni. Rekstraraðili svæðisins skuli veita upplýsingar um og vísa á aðstöðuna, en einnig er hægt að leita upplýsinga um staðsetningu slíkrar aðstöðu annars staðar, t.d. hjá upplýsingamiðstöðvum og á bensínstöðvum. Árið 2012 tók Umhverfisstofnun saman lista yfir þá staði á landinu þar sem finna má aðstöðu til losunar ferðasalerna. Listinn er byggður á upplýsingum frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna.

  • Categories  

    Akkeri og baujur og áætlaðar staðsetningar fyrir búnað í sjókvíaeldi.

  • Categories  

    Upplýsingar um eldissvæði í sjókvíaeldi sem eru í umsóknarferli hjá Matvælastofnun.

  • Categories  

    Eldissvæði er svæði sem úthlutað er rekstarleyfishafa. Rekstrarleyfishafi hefur þá heimild til að hafa eldisbúnað til að ala fisk innan þess svæðis skv. skilyrðum rekstrarleyfisins.

  • Categories  

    Línurnar sýna friðunarsvæði, þar sem eldi laxfiska (fam. salmonidae) í sjókvíum er óheimilt skv. auglýsingu nr. 460/2004.

  • Categories  

    Skilgreining á burðarþolsmati skv. reglugerð um fiskeldi nr. 540/2020: "Mat á þoli fjarða eða afmarkaðra hafsvæða til að taka á móti auknu lífrænu álagi án þess að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið og þannig að viðkomandi vatnshlot uppfylli umhverfismarkmið sem sett eru fyrir það samkvæmt lögum nr. 36/2011, um stjórn vatnamála. Hluti burðarþolsmats er að meta óæskileg staðbundin áhrif af eldisstarfsemi." Hægt er að skoða gögnin í Hafsjá. Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánari upplýsinga.