From 1 - 1 / 1
  • Categories  

    Þann 16. mars 2011 gáfu Landmælingar Íslands út í fyrsta sinn sameiginlegt hæðarkerfi fyrir Ísland. Kerfið er kallað Landshæðarkerfi Íslands og er viðmiðunin ISH2004. Tilkoma sameiginlegs hæðarkerfis markaði stór tímamót í sögu landmælinga á Íslandi. Á sama hátt og viðmiðunin ISN93 skapaði grundvöll fyrir alla til að vinna í sama hnitakerfi mun ISH2004 skapa grundvöll fyrir alla til að vinna í sama hæðarkerfi. Eitt samræmt hæðarkerfi er mikilvægt fyrir ýmsar framkvæmdir s.s. vegagerð og jarðgangnagerð og á ýmsum sviðum umhverfisvöktunar, skipulags og áætlanagerðar. Auk þess munu gögnin nýtast við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum eða breytingum á yfirborði sjávar. Mælingar á Landshæðarkerfinu eru standa ennþá yfir og frá fyrstu útgáfu þess árið 2011 hafa bæst við eftirfarandi línur hallamælilínur. • Flókalundur-Bolungavík • Reykjavík-Keflavík • Endurmæling á Suðurlandi vegna jarðskjálftans 2008 • Hellisheiði • Reykjanesbraut-Grindavík • Þjóðvegur 1-Akranes • Kjölur Niðurstöður nýrra mælinga verður bætt inn í þetta gagnasett um leið og þær liggja fyrir.