From 1 - 6 / 6
  • Categories  

    Hagstofan vinnur ýtarleg gögn um mannfjöldann og breytingar hans í samræmi við íbúaskrá Þjóðskrár Íslands 1. janúar ár hvert. Hagstofan birtir einnig tölur um mannfjöldann miðað við 1. desember og bráðabirgðatölur fyrir hvern ársfjórðung. Þá birtir Hagstofan tölur um breytingar mannfjöldans, fjölda fæddra og dáinna, um hjónavígslur og skilnaði, um búferlaflutninga, ríkisfangs- og trúfélagsbreytingar, auk ættleiðinga.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hagstofuna vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hagstofuna vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hagstofuna vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Ýmsar tölulegar upplýsingar úr manntali Hagstofunnar frá 2011, settar fram á smásvæðaskiptingu Hagstofunnar. Vinsamlega hafið samband við Hagstofuna vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Smásvæði Ísland er dreifbýlt land, en þéttbýlt á höfuðborgarsvæðinu. Hefðbundin skipting landsins í landsvæði og sveitarfélög býður ekki upp á samanburðarhæf svæði hvað varðar hagskýrslugerð. Hagstofan hefur því aukið við flokkunarkerfi fyrir hagskýrslusvæði með því að bæta við smásvæðum sem hafa að meðaltali 1.700 til 1.800 íbúa. Smásvæðin mynda fimmta stigið í flokkunarkerfi, með því að hluta talningarsvæðin frekar niður. Alls eru smásvæðin 206 með rúmlega 1.700 manns meðalíbúafjölda, og íbúafjöldanum haldið á bilinu 900 til 3.500 manns, en sem næst meðaltalinu. Þrepin í flokkunarkerfinu eru þessi. 1 - Ísland allt 2 - Tvö hagskýrslusvæði (NUTS3) – höfuðborgarsvæði og landsbyggð 3 - Fjórir landshlutar – tveir á höfuðborgarsvæðinu og tveir á landsbyggðinni 4 - Alls 42 talningarsvæði – 13 í Reykjavík, 11 í Nágrenni Reykjavíkur, 9 á Suðursvæði og 9 á Norðursvæði. 5 - Alls 206 smásvæði – hverju talningarsvæði skipt upp í 2 til 11 smásvæði. Með smásvæðaskiptingunni verður mögulegt að birta ítarlegar hagskýrslur fyrir smærri svæði en áður án þess að þurfa að sleppa úr svæðum eða eyða tölum vegna fámennis. Smásvæðin eru skilgreind vegna þarfa manntalsins 2021, en einnig hefur verið gerð sérstök útgáfa fyrir manntalið 2011, með 183 svæðum sem fylgja að mestu sömu mörkum. Smásvæðaflokkunin var unnin í samstarfi við Byggðastofnun, með fjárhagslegum stuðningi frá Evrópusambandinu. Þá naut Hagstofan aðstoðar Landmælinga Íslands ásamt afnotum af gögnum frá Landmælingum og Mílu ehf. -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Minor Statistical Output Areas (MSOA) Due to the sparsely populated country and huge differences in the population sizes of the administrative units, Statistics Iceland has added a new small area level to the hierarchical regional classification in preparation for the 2021 Census. The new level is labeled as Minor Statistical Output Areas (MSOA). There are in total 206 MSOA defined, with an average population in the range 1,700 to 1,800 persons and no area having less population than 900 persons, and no area exceeding 3,500. There are 5 steps in the Regional classification: 1 - Iceland 2 - Two NUTS3 Statistical regions 3 - Four Statistical Regions – 2 in the capital region and 2 in the rural areas 4 - Forty-two (42) Statistical Output Areas (SOA) – 42 areas, 13 in Reykjavik, 11 in the Reykjavik surrounding areas, 9 in the South Region, and 9 in the North region 5 - Two hundred and six (206) Minor Statistical Output Areas (MSOA) –each SOA partitioned further into 2 to 11 MSOA. With the help of the Minor Statistical Output Areas Statistics Iceland is able to publish detailed statistics for smaller areas than previously possible without skipping areas or deleting data due to disclosure concerns. While the MSOA are defined in preparation for the 2021 Census of the Population and Housing, a special version has been developed for classifying data in the 2011 Census, with 183 MSOA, which are but for 23 areas identical to the 2021 version. The MSOA were developed with financial aid from the European Commission, in cooperation with the Icelandic Regional Development Institution and the assistance of the National Land Survey of Iceland and Míla ehf.