From 1 - 3 / 3
  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_J500v_jardhiti: Jarðhitakorti af Íslandi 1 : 500.000 [Geothermal Map of Iceland 1 : 500.000]. Á jarðhitakortinu eru háhitasvæði afmörkuð sérstaklega en yfirborðshiti á landinu er flokkaður í vatnsuppsprettur, gufuhverasvæði og ölkeldur ásamt jarðhita undir vatni eða jöklum. Á kortinu eru merktir svo nefndir reitir sem innihalda alla jarðhitastaði á svæði með um 500 m radíus. Hver reitur er táknaður með fjórum tölustöfum t.d. 5039 og innan reits eru mismargar þyrpingar hvera og lauga. Á bak við hvern reit á jarðhitakortinu eru upplýsingar í gagnasafni t.d. um legu, heiti, hita, rennsli, heimildir o.fl. Jarðhiti er sýndur á berggrunnskorti af Íslandi. Kortið er gefið út í samvinnu við Orkustofnun. Jarðhitakortið er hluti af skýrslu, NI-03016 (PDF: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2003/NI-03016.pdf).

  • Categories  

    Þekja (layer) n500v_jadhiti_p og n500v_jardhiti_fl: Hverir og aðrar heitar uppsprettur. (Hot springs and other wells.) Hverir og aðrar heitar uppsprettur ásamt lífríki sem tengist þeim, virkri ummyndun og útfellingum, þar á meðal hrúðri og hrúðurbreiðum njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61 gr. í lögum um náttúruvernd. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir þessi náttúrufyrirbæri og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá. Jarðhitakort af Íslandi frá árinu 2003 eru einu aðgengilegu gögnin fyrir þetta náttúrufyrirbæri og sem ná yfir allt landið. Upplýsingar um lífríki, ummyndun og útfellingar hefur ekki verið safnað saman og fylgir ekki með gögnunum.

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_N50v_serstokVernd_1.utg.: Náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd (60/2013). Birkiskógar eru undanskildir. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá. Þessi náttúrufyrirbæri eru: votlendi, stöðuvötn og tjarnir, sjávarfitjar og leirur, mikilvægir birkiskógar, eldvörp, eldhraun, gervigígar og hraunhellar frá nútíma, fossar, hverir og aðrar heitar uppsprettur. Þau eru öll, birt í kortasjá NÍ fyrir utan birkiskóga sem Skógræktin sér um. (The natural features of Article 61 'Special protection of ecological systems and geoheritage' in the Nature Conservation legislation (60/2013). Following natural features are under special protection: wetlands, lakes and waterfalls, salt marshes and mudflats, important birchwoods, volcanic craters, lava-fields, lava-caves and rootless vents formed after the last iceage, hot springs and other thermal sources including their biota and surfacial geothermal deposits. The data for important birchwoods are not available.)