From 1 - 2 / 2
  • Categories  

    Nytjaland er verkefni sem miðaði að því að kortleggja yfirborð landsins á grunni þess hversu gróskumikið það væri. Flokkunin var unnin með fjarkönnunaraðferðum með Landsat 7 og SPOT 5 gervitunglamyndum. Yfirborðsflokkarnir 12 eru: Graslendi, ríkt mólendi, ræktað land, Rýrt mólendi, skógur og kjarrlendi, moslendi, hálfdeigja, votlendi, hálfgróið land, líttgróið land, straum- og stöðuvötn, jöklar og fannir og óflokkað, eyjar/sker Verkefnið var unnið frá árunum 1999-2007. Var þá búið að gera yfirborðsflokkun á um 70% landsins í 12 flokka og 30% af yfirborðinu í 6 flokka. Á kortinu Nytjaland_1 hafa gögnin úr 6 flokka flokkuninni verið aðlöguð að 12 flokka flokkunninni. Flokkurinn sem dekkaði gróið land í 6 flokka flokkunninni var allur sameinaður floknum rýrt mólendi í 12 flokka flokkunninni. Upplýsingum frá Skógrækt ríkisins (2013) um skóga var bætt inn í flokkuðu gögnin. Flokkurinn ræktað land var uppfærður samkvæmt korti af ræktuðu landi sem hnitað var inn af gervitunglamyndum. Ár og vötn, jöklar, fannir og strandlína var aðlagað að vatnafarsgrunni LMÍ (2013). Rastagrunnurinn er í mælikvarðanum 1:30.000.

  • Categories  

    Nytjaland er verkefni sem miðaði að því að kortleggja yfirborð landsins, m.t.t. hversu grósku mikið það væri. Flokkunun var unnin með fjarkönnunaraðferðum á grunni Landsat 7 og SPOT 5 gervitunglamynda. Verkefnið var unnið á árunum 1999-2007. Var þá búið að gera yfirborðsflokkun á um 70% landsins í 12 flokka og 30% af yfirborðinu í 6 flokka. Nytjaland_N8 er einfölduð mynd af Nytjalandsgögnunum þar sem 12 flokka gögnin hafa verið aðlöguð að 6 flokka gögnunum. Flokkarnir graslendi, mólendi, rýrt mólendi og mosi (úr 12 flokka gögnunum) voru sameinaðir í einn flokk „Graslendi“. Inn í flokkuðu myndina Nytjaland_N8 hefur verið bætt gögnum Skógræktar ríkisins (2013) um "Náttúrulegt birkilendi“ og „Ræktaðan skóg". Flokkurinn ræktað land var hnitaður inn af gervitunglamyndum og var settur í rastagrunninn. Ár, vötn, jöklar og strandlína var samræmt vatnafarsgrunni LMÍ 2013. Viðmiðunarmælikvarði 1:30000