From 1 - 10 / 20
  • Categories  

    Í safni Landmælinga Íslands er að finna nokkuð af ljósmyndum sem dönsku landmælingamennirnir tóku í upphafi síðustu aldar, flestar frá árunum 1900 til 1910. Myndirnar bárust í stórri gjöf frá dönsku landmælingastofnuninni til Landmælinga Íslands vorið 1985. Ljósmyndirnar voru á glerplötum og myndaspjöldum, flestar þrívíddarmyndir/steriomyndir og um 70 myndir voru í tví- eða þrítökum svo að heildarfjöldi myndanna telst vera 555 myndir. Hjá Landmælingum Íslands hefur verið unnið að því undanfarin ár að koma gömlum kortum, bæjarteikningum og umræddum ljósmyndum á rafrænt form og eru þessi sögulegu gögn nú aðgengileg á vef stofnunarinnar. Einnig hefur verið unnið að því að staðsetja ljósmyndirnar, m.a. með hjálp almennings og hafa 329 ljósmyndir þegar verið staðsettar en þær er hægt að sjá í Kortasjá stofnunarinnar. Í Kortasjá er hægt að velja lag sem heitir Sögulegar ljósmyndir dana og birtist þá yfirlit yfir staðsetningu myndanna, (þ.e.a.s. þær myndir sem búið er að staðsetja). Hægt er að skoða ljósmyndirnar og sækja. Einnig er hægt að skoða yfirlit yfir staðsetningu ljósmyndanna og sækja myndirnar í Landupplýsingagátt. Þar velur maður einnig lag sem heitir Sögulegar ljósmyndir dana. Slóðin á Kortasjá og Landupplýsingagátt er neðar í lýsigögnunum. Enn leita Landmælingar Íslands aðstoðar landsmanna við að staðsetja myndir og er fólk hvatt til að skoða þær á vef stofnunarinnar http://www.lmi.is/ljosmyndir-danskra-landmaelingamanna/ og staðsetja myndir, þar sem fólk þekkir t.d. landslag eða hús . Nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að staðsetja myndirnar eru á vefnum og er fólk hvatt til að fylgja þeim.

  • Categories  

    Pointdata for addresses in Iceland. Data derived from the Icelandic access address register for ELF.

  • Categories  

    Gögnin sýna mörk þéttbýlisstaða samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar.

  • Categories  

    ELF Geographical Names (GN) Iceland is one of 12 themes in the European Location Project (ELF). The purpose of ELF is to create harmonised cross-border, cross-theme and cross-resolution pan-European reference data from national contributions. The goal is to provide INSPIRE-compliant data for Europe. A description of the ELF (European Location Project) is here: http://www.elfproject.eu/content/overview Encoding: INSPIRE version 4

  • Categories  

    The Earth’s surface is in constant motion. Whether due to natural phenomena such as tectonic activity or volcanism, or because of human activities such as groundwater extraction or mining, the dynamism of the surface can have significant impacts on infrastructure and natural ecosystems. In recent years, increasing awareness of the potential risks related to ground motion has led to a demand for comprehensive and reliable information on these movements. The European Ground Motion Service (EGMS) was created in response to user needs voiced at the Copernicus User Forum. This product represents the bleeding edge of space-based remote sensing technology, using Synthetic Aperture Radar Interferometry (InSAR) data derived from Sentinel-1 to detect and measure ground movements across Europe with milimetre precision. The product is updated annually and can be used for a variety of applications; city, regional, or state authorities can use it to monitor the structural integrities of dams, bridges, railways, and buildings. It allows urban planners to make data-driven decisions about where to build new infrastructure by assessing the likelihood of natural hazards such as landslides or subsidence. Researchers can also use EGMS data to study the impacts of climate change, such as thawing permafrost and coastal subsidence. More info here: https://land.copernicus.eu/en/products/european-ground-motion-service https://sdi.eea.europa.eu/catalogue/srv/eng/catalog.search#/metadata/943e9cbb-f8ef-4378-966c-63eb761016a9 The EGMS Ortho exploits the information provided by ascending and descending orbits of the EGMS Calibrated to derive two further layers; one of purely vertical displacements (EGMS Ortho Vertical), the other of purely east-west displacements (EGMS Ortho East/West). Both layers are resampled to a 100 m grid, so that the final resolution is 100 by 100 m. This dataset is processed from the Copernicus EGMS vector dataset resulting in a raster mosaic of the mean velocity of the ground in Iceland between 2018 and 2022 in mm/year in the up and down direction and the east west direction. It has been reprojected to EPSG:3057 from EPSG:3035.

  • Categories  

    IS: Í Minjavefsjánni er að finna upplýsingar um menningarminjar á Íslandi. EN: Minjavefsjá - Cultural and Archeological Heritage Map serves as a digital platform for accessing and exploring cultural heritage information and resources related to Iceland's history, archaeology, architecture, art, folklore, and other aspects of cultural heritage. It provides a valuable tool to disseminate information and location of protected archeological sites, preserved historical houses, archeological monuments, location of current archeological research and operations and much more.

  • Categories  

    Notagildi: Reitakerfi eru nauðsynlegt til að birta upplýsingar sem af einhverjum ástæðum er ekki hægt að birta stakar s.s. vegna persónuverndar, umfangs verkefnis eða nákvæmni þeirra upplýsinga sem fyrir liggja. Reitakerfi Íslands er með mismunandi reitastærðum til að mæta mismunandi þörfum notenda við upplýsingamiðlun. Mælt er með notkun reitakerfisins m.a. þegar verið er að bera gögn saman milli stofnana. Reitakerfið er byggt á Lambert Azimuthal Equal Area vörpun sem tryggir að allir reitir sé jafn stórir. En það er helsta skilyrði þess að reitakerfið sé Inspire tækt. Viðmiðun er ISN 2004 Ef reitakerfið er notað í einhverjum af ISN Lambert vörpunum er það ferhyrnt. Orðskýringar: Heildarkerfið er nefnt reitakerfi. Hvert lag í því er nefnt net. Einingar í netinu eru nefndar reitir. Heiti reitana: Hver reitur hefur nafn sem er einkvæmt og er m.a. byggt upp á stærðareiningunni. 1km 10km og 100m skrárnar ná yfir strandlínu og eyjar landsins en 100km skráin nær yfir alla efnahagslögsöguna. grid_100k grid_50k grid_25k grid_10k grid_5k grid_2_5k grid_1k grid_500m grid_250m grid_100m Frekari tækniupplýsingar er að finna hér https://inspire.ec.europa.eu/id/document/tg/gg

  • Categories  

    Örnefni eru í þremur lögum: flákalag, punktalag og línulag. Uppfærð örnefni birtast vikulega í vefsjám.

  • Categories  

    Lagið Örnefni án nafna úr mannvirkjalaginu, samanstendur af nýjustu útgáfu af IS 50V örnefnum (flákum, línum og punktum). Búið er að setja ákveðið útlit á örnefnin og þau raðast í mismundi yfirflokka eftir nafnberum. Flokkarnir eru: þéttbýli, sveit, landörnefni, haförnefni, vatnaörnefni og jökla- og snævarörnefni. Þessir flokkar skiptast svo frekar í þrjá stærðarflokka: stór örnefni, mið örnefni og lítil örnefni. Eftir því sem er meira þysjað inn birtast fleiri örnefni. Mælikvarðarnir eru átta: 1:2.000.000, 1:1.000.000, 1:500.000, 1:250.000, 1:100.000, 1:50.000, 1:25.000, 1:10.000. Uppfærð örnefni birtast vikulega í vefsjám LMÍ.

  • Categories  

    Upp úr aldamótunum 1900 var lagður grunnur að þeim mælingum hér á landi sem stór hluti korta af Íslandi hefur byggst á til þessa. Danska hermálaráðuneytið gaf út tilskipun til landmælingadeildar herforingjaráðsins um að leggja grundvöll að nýjum landmælingum og kortagerð á Íslandi. Þetta mikla verkefni stóð yfir í 27 sumur á árunum 1900 til 1940, þar með talinn allur undirbúningur. Í þessari Bæjarteikningaskrá eru sérmælingar og gerð uppdrátta af íslenskum bæjum, þéttbýlissvæðum og þorpum. Gerð uppdráttanna fór fram á tímabilinu 1902-1920. Númerin í flokki uppdrátta af bæjum og þéttbýlum eru þannig byggð upp (dæmi B27L001) að fyrsti stafurinn, B, táknar uppdrátt af bæ eða þéttbýli, annar og þriðji stafurinn (27) tákna kortnúmer í Atlaskortaflokki 1:100 000, staðsetningu bæja eða þéttbýla. Fjórði stafur, L, táknar að teikningin er í lit, ef stafurinn S væri í stað L táknaði hann svart/hvítt ljósrit. Síðustu þrír stafirnir (001) eru raðnúmer teikninganna. Að Atlaskorta gerðinni stóðu 70 landmælinga- og kortagerðarmenn og um það bil 300 aðstoðarmenn, íslenskir og danskir. Árið 1928 var danska landmælingastofnunin Geodætisk Institut stofnuð og leysti hún herforingjaráðið af hólmi með Íslandsmælingarnar. Í lok Heimsstyrjaldarinnar síðari höfðu Danir, á grundvelli framangreindra mælinga, gefið út Atlaskort í mælikvarða 1:100 000, alls 87 kort sem þekja allt landið. Í teikningaskránni eru vinnuteikningar, uppistaðan í gerð Atlaskortanna sem Danir afhentu Íslendingum til eignar. Hægt er að sjá staðsetningar teikninganna, skoða teikningarnar sjálfar og ná í þær í Kortasjá Landmælingar Íslands, þar sem hægt er að velja lag sem heiti Söguleg kort Dana. Sjá slóð hér fyrir neðan. Einnig er hægt að sjá staðsetningar teikninganna, skoða teikningarnar sjálfar og ná í þær í Landupplýsingagátt, þar sem hægt er að velja lag sem heiti Söguleg kort Dana. Sjá slóð hér fyrir neðan.