From 1 - 8 / 8
  • Categories  

    Nýjasta Landsat gervitunglið, nr.8, er í umsjá Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar og NASA. Því var skotið á loft í febrúar 2013. Tekist hefur að afla góðra mynda með þessu tungli og sett var saman mósaíkmynd af Íslandi með Landsat 8 myndum. Kostir Landsat 8 gervitunglsins er m.a. stærð mynda, en hver mynd er 185 x 180 km og þekur því um 33000 km2. Greinihæfni þessara mynda er mest 15 m. Myndirnar eru fjölrása með alls 11 bönd þar sem hvert band nemur ákveðnar bylgjulengdir sem endurspegla vissa eiginleika landyfirborðsins, t.d. gróður, vatn, o.fl. Myndirnar voru nær allar teknar í ágúst og september árin 2013 og 2014.

  • Categories  

    Flokkuð gervitunglamynd af öllu Íslandi þar sem yfirborð hefur verið flokkað í 8 flokka. Stærð myndeininga er 100 x 100 m. Unnið eftir 12 Landsat TM myndum á tímabilinu 1986-1992. Unnin hjá LMÍ 1991-1993 i samvinnu við Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskólann.

  • Categories  

    Samsett heildarmynd af Íslandi í náttúrulegum litum unnin úr 16 Landsat TM myndum eftir böndum 3,2,1. Myndeiningar eru 30 x 30, upprétt miðað við 1:50.000 staðfræðikort og mælingar

  • Categories  

    Samsett, innrauð heildarmynd af Íslandi, unnin úr 16 Landsat TM myndum eftir böndum 3,2, og 4. Myndeiningar eru 30 x 30. Upprétt miðað við 1:50.000 staðfræðikort og mælingar.

  • Categories  

    Spot mosaic mynd í náttúrulegum litum. Myndin er samsett úr SPOT myndum sem teknar voru á árabilinu 2002-2010. Hægt er að velja myndina sem bakgrunnsmynd í kortaglugganum.

  • Categories  

    Spot mosaic, innrauð gervitunglamynd. Myndin er samsett úr SPOT myndum sem teknar voru á árabilinu 2002-2010. Hægt er að velja myndina sem bakgrunnsmynd í kortaglugganum.

  • Categories  

    Í loftmyndasafni Landmælinga Íslands eru um 140000 loftmyndir frá árinu 1937 til ársins 2000. Til eru myndir af öllu landinu teknar á mismunandi tímum og hafa þær ómetanlegt samanburðar- og heimildagildi. Myndirnar frá árunum 1937 til 1938 eru frá dönskum landmælingamönnum. Einnig eru til myndir sem teknar voru á vegum Breta, Þjóðverja og Bandaríkjanna á tímum heimstyrjaldarinnar síðari. Frá árinu 1950 til ársins 2000 tóku Landmælingar Íslands myndir nánast árlega. Meirihluti myndanna er svarthvítur en þó er nokkuð til af litmyndum. Safnið er vel skráð í sérstakri loftmyndaskrá.Stór hluti loftmyndasafnsins er nú komið á stafrænt form. Stærstur hluti myndanna er í mælikvarðanum 1:36000. Einnig er töluvert um lágflugsmyndir sem eru í stærri mælikvarða. Skönnuðu myndirnar eru ekki í neinu staðsetningarkerfi og norður snýr ekki alltaf upp.

  • Categories  

    Allt landið Í árslok 2019 sömdu Landmælingar Íslands um aðgengi að myndgrunni af landinu til að nota sem bakgrunn í kortaþjónustum og til almennrar kortlagningar hjá opinberum aðilum. Um er að ræða gervitunglamósaík, svokallað Vivid mósaík, frá bandaríska fyrirtækinu Maxar. Myndirnar eru aðallega frá gervitunglunum Geoeye 1 og WorldView 2, 3 og 4 og er upplausn eða greinihæfni þeirra 50 cm. Um 40% myndanna eru frá 2019 og 90% myndanna eru frá 2014-2019. Höfuðborgarsvæðið Í árslok 2019 sömdu Landmælingar Íslands um aðgengi að myndgrunni af höfuðborgarsvæðinu til að nota sem bakgrunn í kortaþjónustum og til almennrar kortlagningar hjá opinberum aðilum. Um er að ræða gervitunglamósaík, svokallað Metro mósaík, frá bandaríska fyrirtækinu Maxar. Myndin ver tekin 27. maí 2019 og er upplausn eða greinihæfni hennar 30 cm. Staðsetningarnákvæmni er innan við einn meter. Þéttbýlisstaðir Í tengslum við uppfærslu strandlínunnar við þéttbýlisstaði Íslands þá hafa verið settar inn myndir af þéttbýlisstöðum eftir því sem því verkefni vindur fram. Myndirnar eru teknar með DJI Zenmuse P1 myndavél Landmælinga Íslands og eru með 5 cm myndpunktstærð. Þær myndir eru opnar öllum til notkunar og er hægt að fá með því að hafa samband við Landmælingar Íslands. Aðgengi að mósaíkinu er að öðru leyti í gegnum vefþjónustur Landmælinga Íslands. Opinberum aðilum er heimilt að nota mósaíkið sem bakgrunn í innri kerfum sínum og vefþjónustum. Gögnin verða ekki uppfærð. Vinsamlega hafið samband við Landmælingar Íslands til að fá nánari upplýsingar.