Biota
Type of resources
Available actions
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
-
Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.
-
Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.
-
Ræktað skóglendi á Íslandi er þekja yfir öll kortlögð skógræktarsvæði á Íslandi. Upplýsingar eru skráðar um aldur skógarins, hæð, CORINE flokk og tegundir í reit svo eitthvað sé nefnt. Skráðar eru upplýsingar um hvaðan gögnin koma, stærstur hluti gagnanna kemur frá Skógræktinni, en einnig mikið frá skógræktarfélögum. Þá er talsvert um einkaskóga, t.d. í sumarbústaðalöndum sem þarf að kortleggja sérstaklega. Árlega berast upplýsingar um nýjar gróðursetningar trjáplantna og er gagnagrunnurinn því uppfærður á hverju ári. Nota má stærstan hluta gagnanna í 1:2.000.
-
Náttúrulegt birkilendi á Íslandi er kortlagning yfir alla náttúrulega birkiskóga og birkikjarr á Íslandi. Helstu upplýsingar eru hæð, þekja og aldur. Skilið er á milli núverandi hæðar og aldur fullvaxta birkis. Það er gert samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum um hæð trjágróðurs þar sem miðað er við hæð fullvaxta skógar. Birki var fyrst kortlagt á árunum 1972-1975 og var unnin leiðrétting á gögnunum og gerðar frekari greiningar á árunum 1987-1991. Gögnin voru því komin nokkuð til ára sinna þegar ákveðið var að hefja endurkortlagningu á öllu náttúrulegu birki á Íslandi. Fór sú vinna fram á árunum 2010-2014 og er núverandi þekja því afrakstur þeirrar vinnu. Flatarmál náttúrulegs birkis á Íslandi er 150.600 ha. Frá árinu 1987 hefur flatarmál birkis með sjálfsáningu aukist um 9% og nemur 13.000 ha. Gögnin voru upphaflega hugsuð fyrir mælikvarða 1:15.000, hins vegar var talsvert stór hluti landsins kortlagður í mælikvarða 1:5000 – 1:10.000.
-
Þekja (layer) n25v_hraunNutima_fl: Eldhraun (hraun) sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma. (Postglacial lavas in Iceland.) Eldhraun sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61 gr. í lögum um náttúruvernd. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir þessi náttúrufyrirbæri og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá. Hraun frá nútíma eru flokkuð í forsöguleg og söguleg hraun og í gögnunum eru upplýsingar um aldur, eldstöðvakerfi og heiti hrauna. Heimildaskrá fylgir (n25v_gigarOgHraunNutima_heimildir).
-
Gagnasafn (GDB) NI_G1v_lupina_3.utg: Útbreiðsla alaskalúpínu á Íslandi, 3. útgáfa. [Nootka lupin coverage of Iceland, 3rd edition.] Endurskoðað kortlagningu á útbreiðslu alaskalúpínu á landinu, flákalag. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis), sem skilgreind er sem ágeng, framandi plöntutegund hér á landi, er orðin mjög útbreidd og þekur víða stór svæði. Hún veldur miklum breytingum á náttúrufari þar sem hún breiðist um.
-
Gagnaset (data set) ni_vg25v_1.1utg: Vistgerðir á Íslandi: ferskvatn og fjörur (Habitat types of Iceland: freshwater and littoral shores). Vistgerðakortið sýnir útbreiðslu ferskvatns- og fjöruvistgerða á Íslandi. Alls hafa verið ákvarðaðar 17 vistgerðir fyrir ferskvatn og 24 vistgerðir fyrir fjörur. Ferskvatnsvistgerðir skiptast í tvö þrep, en fjöruvistgerðir í fimm þrep. Við skilgreiningu og flokkun vistgerða á Íslandi var tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu (European Environment Agency 2012) . Landupplýsingaþekjan fyrir jarðhita, ferskvatns- og fjöruvistgerðir er á vektorfromi. Vektorþekjurnar eru flestar flákaþekjur, en fyrir ferskvatn er einnig línu- og punktaþekja. Gögn fyrir stöðuvötn (vg2 = V1) eru fjarlægð tímabundið úr niðurhalsþjónustu vegna ágreinings um grunnkort Loftmynda ehf. en þekjan er sýnileg í kortasjá. Frekari upplýsingar um flokkun og skilgreining vistgerða má sjá í ritinu: Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. 299 s. og á vef Náttúrufræðistofnunar.
-
Skilgreining á burðarþolsmati skv. reglugerð um fiskeldi nr. 540/2020: "Mat á þoli fjarða eða afmarkaðra hafsvæða til að taka á móti auknu lífrænu álagi án þess að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið og þannig að viðkomandi vatnshlot uppfylli umhverfismarkmið sem sett eru fyrir það samkvæmt lögum nr. 36/2011, um stjórn vatnamála. Hluti burðarþolsmats er að meta óæskileg staðbundin áhrif af eldisstarfsemi." Hægt er að skoða gögnin í Hafsjá. Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánari upplýsinga.
-
Gögnin veita upplýsingar um stærð, staðsetningu og tegundir náttúruverndarsvæða á Íslandí samræmi við lög nr.60/2013 um náttúruvernd. The data provides information about location, size and types of nature conservation areas in Iceland according to the nature conservation act nr. 60/2013.
-
HRL, 6 háupplausnargagnalög: yfirborðsgegndræpi, skógar (trjákrónuþéttleiki), skógar (barrtré/lauftré), graslendi, votlendi, vötn. Rastagögn, 20 m myndpunktsstærð, upprunaleg og endurbætt gagnalög og skýrslur, ISN2004. Hægt er að sækja gögnin á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands. Nánari upplýsingar um hvert lag fylgja gögnunum. HRL, 6 High Resolution Layers: imperviousness, tree cover density, forest type, grasslands, wetlands, permanent water bodies. Raster data, 20 m pixel size, intermediate and enhanced results, data and verification/enhancement reports, ISN2004. The datasets can be downloaded from the National Land Survey of Iceland Download Site where more details information about each layer are included.