Format

WMS tiles

1 record(s)
 
Type of resources
Provided by
Years
Formats
Update frequencies
status
Scale
From 1 - 1 / 1
  • Categories  

    Allt landið Í árslok 2019 sömdu Landmælingar Íslands um aðgengi að myndgrunni af landinu til að nota sem bakgrunn í kortaþjónustum og til almennrar kortlagningar hjá opinberum aðilum. Um er að ræða gervitunglamósaík, svokallað Vivid mósaík, frá bandaríska fyrirtækinu Maxar. Myndirnar eru aðallega frá gervitunglunum Geoeye 1 og WorldView 2, 3 og 4 og er upplausn eða greinihæfni þeirra 50 cm. Um 40% myndanna eru frá 2019 og 90% myndanna eru frá 2014-2019. Höfuðborgarsvæðið Í árslok 2019 sömdu Landmælingar Íslands um aðgengi að myndgrunni af höfuðborgarsvæðinu til að nota sem bakgrunn í kortaþjónustum og til almennrar kortlagningar hjá opinberum aðilum. Um er að ræða gervitunglamósaík, svokallað Metro mósaík, frá bandaríska fyrirtækinu Maxar. Myndin ver tekin 27. maí 2019 og er upplausn eða greinihæfni hennar 30 cm. Staðsetningarnákvæmni er innan við einn meter. Þéttbýlisstaðir Í tengslum við uppfærslu strandlínunnar við þéttbýlisstaði Íslands þá hafa verið settar inn myndir af þéttbýlisstöðum eftir því sem því verkefni vindur fram. Myndirnar eru teknar með DJI Zenmuse P1 myndavél Landmælinga Íslands og eru með 5 cm myndpunktstærð. Þær myndir eru opnar öllum til notkunar og er hægt að fá með því að hafa samband við Landmælingar Íslands. Aðgengi að mósaíkinu er að öðru leyti í gegnum vefþjónustur Landmælinga Íslands. Opinberum aðilum er heimilt að nota mósaíkið sem bakgrunn í innri kerfum sínum og vefþjónustum. Gögnin verða ekki uppfærð. Vinsamlega hafið samband við Landmælingar Íslands til að fá nánari upplýsingar.