KML
Type of resources
Available actions
Topics
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
-
Íslenskum skipum eru bannaðar veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelgi Íslands nema á þeim veiðisvæðum og veiðitímum sem tilgreind eru í 5. grein laga nr. 79 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Viðmiðunarlínan er dregin umhverfis landið á milli punkta sem eru taldir upp í lagagreininni. Vinsamlega hafið samband við Landhelgisgæslu Íslands vegna nánari upplýsinga.
-
Landhelgi Íslands er skilgreind í lögum nr. 41/1979 með síðari breytingum frá 15. október 2021. Heiti laganna er Lög um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn. Í lögunum eru skilgreiningar og útskýringar á aðlægu belti, efnahagslögsögu og landgrunni Íslands: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1979041.html Landhelgi Íslands skal afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu. Grunnlína er sett fram sem lína en einnig punktar. Línan er dregin milli punktanna. Aðlægt belti er svæði utan landhelgi (línur). Efnahagslögsaga Íslands er svæði utan landhelgi (línur). Vinsamlega hafið samband við Landhelgisgæslu Íslands vegna nánari upplýsinga.
-
Gögnin voru tekin saman í byrjun árs 2015. Þau eru sett saman úr dýptarlínum úr sjókortum í tveimur mælikvörðum. Annars vegar í 1:100.000 og hins vegar í 1:300.000. Dýptarlínur í sjókortum eru ekki með jöfnu bili. Dýptarlínurnar eru þessar: 10 m, 20 m, 50 m, 75 m, 100 m, 150 m, 200 m, 300 m, 400 m, 500 m, 1000 m, 1500 m og 2000 m. Landhelgisgæsla Íslands safnaði gögnunum og annast um drefingu. Gögnin ná ekki til alls landsins. Helstu eigindi eru jafndýpislínur með dýpisgildi. Um er að ræða stök kort eða samsett í stærri heild á shape formi.
-
Í markalaginu eru ýmis mörk lands og er nær eingöngu um að ræða flákalög. Einungis er eitt línulag og sýnir það mörk sveitarfélagaog eru þau líka flákalag. Önnur flákalög í laginu sýna eftirfarandi: skiptingu landsins eftir umdæmi sýslumanna, póstnúmeraskiptingu, lögregluumdæmaskiptingu, skiptingu landsins í dómstóla í héraði, sóttvarnaumdæmaskiptingu, heilbrigðisumdæmaskiptingu.
-
Average near-Up crustal velocities between summer 2015 and summer 2018. These velocities indicate velocities in the Up direction. However, they could be slightly influence by velocities along the East and North directions and are therefore called near-Up. Near-Up velocities were derived by decomposing the line-of-sight velocities of six Sentinel-1 interferometric time-series covering Iceland. These time-series used a single master approach and Sentinel-1 images from the following summers (mid-June to end of September): 2015, 2016, 2017, and 2018. The near-Up velocity grid has a 50 m resolution.
-
Útlínur hnitaðar af AMS kortum bandaríska hersins sem byggja á loftmyndum frá árunum 1945 og 1946. Útlínurnar hafa verið uppfærðar á nokkrum stöðum með skönnuðum, uppréttum loftmyndum úr safni Landmælinga Íslands.
-
EN: Boundary of Icelandic River Basin Sub unit(s) as reported to WISE on 22.12.2018. A "Sub unit" is a defined area that includes one or more catchments. For international reporting purposes only one Sub unit is used (ID: IS100) which covers the same area as the Icelandic River Basin District. For national management and reporting purposes there are four Sub Units (ID's: IS101, IS102, IS103, IS104). For further description of dataset fields and field values see GML schema here: http://dd.eionet.europa.eu/schemas/WFD2016/GML_SubUnit_2016.xsd IS: Afmörkun íslenskra vatnasvæða miðað við skil inn í WISE upplýsingakerfið þann 22.12.2018. "Vatnasvæði" er landsvæði með einu eða fleiri vatnasviðum. Vegna skýrslugjafar til Evrópusambandsins er aðeins eitt vatnasvæði notað (ID:IS100) sem nær yfir sama svæði og Vatnaumdæmi Íslands. Vegna innlendrar stjórnunar og skýrslugjafar eru fjögur vatnasvæði notuð (IDs: IS101, IS102, IS103, IS104). Nánari lýsing á eigindum og gildum gagnasettsins má finna í GML skema hér: http://dd.eionet.europa.eu/schemas/WFD2016/GML_SubUnit_2016.xsd
-
Staðsetning á sigkötlum á íslenskum jöklum. Staðsetning byggir á upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskólan Íslands.
-
Útlínur dregnar eftir uppréttum Sentinel-2 gervihnattamyndum. Uppréttar loftmyndir frá Loftmyndum ehf. og Landsat 8 gervihnattamyndir voru einnig notaðar á nokkrum stöðum.
-
Staðsetning íslenskra jökla ásamt nafni og GLIMS auðkenni.