From 1 - 3 / 3
  • Categories  

    Íslensk skógarúttekt hefur verið starfrækt frá árinu 2005. Á þeim tíma var ekki til samræmt mælinet fyrir allt landið og lét Skógrækt ríkisins því útbúa mælinet sem hefur verið notað allar götur síðan. Mælinetið er punktanet með 500 m á milli punkta bæði í austur-vestur og norður-suður. Punktanetið gefur staðsetningar mælireita fyrir trjámælingar og hefur verið grisjað sem mælinet. Annars vegar er það notað fyrir ræktaða skóga þar sem fjarlægð milli punkta er 500m í austur-vestur og 1000m í norður-suður, hins vegar er það notað fyrir náttúrulegt birki þar sem fjarlægð milli punkta er 1500m í austur-vestur og 3000m í norður-suður. Mælinetið er einungis notað í vísindalegum tilgangi og er ekki opið öðrum en þeim sem koma að skógmælingum.

  • Categories  

    Ræktað skóglendi á Íslandi er þekja yfir öll kortlögð skógræktarsvæði á Íslandi. Upplýsingar eru skráðar um aldur skógarins, hæð, CORINE flokk og tegundir í reit svo eitthvað sé nefnt. Skráðar eru upplýsingar um hvaðan gögnin koma, stærstur hluti gagnanna kemur frá Skógræktinni, en einnig mikið frá skógræktarfélögum. Þá er talsvert um einkaskóga, t.d. í sumarbústaðalöndum sem þarf að kortleggja sérstaklega. Árlega berast upplýsingar um nýjar gróðursetningar trjáplantna og er gagnagrunnurinn því uppfærður á hverju ári. Nota má stærstan hluta gagnanna í 1:2.000.

  • Categories  

    Náttúrulegt birkilendi á Íslandi er kortlagning yfir alla náttúrulega birkiskóga og birkikjarr á Íslandi. Helstu upplýsingar eru hæð, þekja og aldur. Skilið er á milli núverandi hæðar og aldur fullvaxta birkis. Það er gert samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum um hæð trjágróðurs þar sem miðað er við hæð fullvaxta skógar. Birki var fyrst kortlagt á árunum 1972-1975 og var unnin leiðrétting á gögnunum og gerðar frekari greiningar á árunum 1987-1991. Gögnin voru því komin nokkuð til ára sinna þegar ákveðið var að hefja endurkortlagningu á öllu náttúrulegu birki á Íslandi. Fór sú vinna fram á árunum 2010-2014 og er núverandi þekja því afrakstur þeirrar vinnu. Flatarmál náttúrulegs birkis á Íslandi er 150.600 ha. Frá árinu 1987 hefur flatarmál birkis með sjálfsáningu aukist um 9% og nemur 13.000 ha. Gögnin voru upphaflega hugsuð fyrir mælikvarða 1:15.000, hins vegar var talsvert stór hluti landsins kortlagður í mælikvarða 1:5000 – 1:10.000.