From 1 - 5 / 5
  • Categories  

    Valdar breytur úr Manntalinu 2021 eru teknar saman fyrir 1 km² reiti í Reitakerfi Íslands. Breyturnar eru valdar samkvæmt Reglugerð ESB nr. 1799/2018. Öllum eru heimil afnot af efni Hagstofunnar en geta skal heimildar. ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Selected characteristics from the Icelandic Population and Housing Census 2021 presented in the Inspire compatible Icelandic Grid System (1 km²). The breakdowns are in line with the Commission Implementing Regulation (EU) 2018/1799 of 21 November 2018 on the establishment of a temporary direct statistical action for the dissemination of selected topics of the 2021 population and housing census geocoded to a 1 km² grid (OJ L 296/19, 22.11.2018). Please quote the source.

  • Categories  

    Snjómokstursleiðir eru fyrirfram skilgreindar leiðir á milli ákveðinna staða. Vegagerðin gefur út upplýsingar um færð á þessum leiðum. Hver leið hefur ákveðið þjónustustig og snjómokstursreglur.

  • Categories  

    Vegagerðin heldur skrá í stafrænum kortagrunni um vegi í náttúru Íslands, öðrum en þjóðvegum, þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil, sbr. 2. mgr. 7. gr. vegalaga, nr. 80/2007. Skipulagsstofnun sér til þess að Vegagerðinni berist upplýsingar um vegi í viðkomandi sveitarfélagi til skráningar og birtingar. Nánari upplýsingar um vegi náttúru Íslands má finna í lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2013060.html), í reglugerð nr. 260/2018 um vegi í náttúru Íslands (https://island.is/reglugerdir/nr/0260-2018) og í leiðbeiningum Skipulagsstofnunar „Vegir í náttúru Ísland - um gerð vegaskráar og högun og skil á gögnun“ https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/4zBeAilu5B0h5m6DAP00Z8/ac6908c0160ddb64a2e689c042e9d011/Vegir-i-natturu-Islands.pdf

  • Categories  

    Vegagerðin rekur umferðarteljara víða um land sem telja ökutæki samfellt alla daga ársins og upplýsingar frá meira en helmingi þeirra berast sjálfvirkt til Vegagerðarinnar og eru þær upplýsingar aðgengilegar í þessari þjónustu. Umferðargreinar mæla fjölda ökutækja en auk þess mæla þeir t.d. hraða ökutækja. Aðrir umferðarteljarar skrá eingöngu fjölda ökutækja. Slíkir teljarar eru tengdir flestum veðurstöðvum auk nokkurra sem standa sér. Upplýsingar úr umferðargreinum og umferðarteljurum sem eru tengdir veðurstöðvum eru sóttar að jafnaði nokkrum sinnum á klukkustund, en upplýsingar frá teljurum sem ekki eru tengdir veðurstöðvum, berast Vegagerðinni sjaldnar.

  • Categories  

    Vegagerðin annast rekstur landsvitakerfisins og hefur umsjón og eftirlit með uppbyggingu hafnarvita og innsiglingarmerkja. Landsvitar eru til leiðbeiningar á almennum siglingaleiðum og eru í eigu og umsjá ríkisins en hafnarvitar, sem vísa leið inn til hafnar eða eru innan hafnsögu hafnar, eru í eigu og umsjá sveitarfélaga. Landsvitakerfið samanstendur af 104 ljósvitum, 11 siglingaduflum og 16 radarsvörum sem er komið fyrir þar sem landslagi er þannig háttað að erfitt er að ná fram endurvarpi á ratsjá skipa. Hafnarvitakerfið er byggt upp af tæplega 20 ljósvitum, um 90 innsiglingarljósum á garðsendum og bryggjum, rúmlega 80 leiðarljósalínum og tæplega 50 baujum er vísa leið í innsiglingum að höfnum. Viðhald og eftirlit Vegagerðarinnar með vitum landsins skiptist í stórum dráttum í eftirlit með ljósabúnaði og viðhald á vitabyggingum.