From 1 - 2 / 2
  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_J40v_hahitiJardminjar: Jarðminjar á háhitasvæðum Íslands [Geoheritage on geothermal areas in Iceland]. Gagnasettið sýnir rannsóknasvæði sem notuð voru til að meta verndargildi háhitasvæði landsins. Matið byggist á kerfisbundinni öflun samanburðarhæfra gagna um jarðfræði og landmótun á háhitasvæðum og um yfirborðseinkenni jarðhitans. Lagt var mat á fágæti og fjölbreytileika einstakra svæða. Upplýsingar um jarðminjar eru vistaðar í gagnagrunni. Niðurstöður rannsókna eru birtar í skýrslu NÍ-09012: "Jarðminjar á háhitasvæðum Íslands. Jarðfræði, landmótun og yfirborðsummerki jarðhita" eftir Kristján Jónasson og Sigmund Einarsson. Verkefnið var unnið fyrir Orkustofnun.

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_G40r_grodurRala: Gróðurkort af Íslandi (Rala, Hálendiskort) 1:40.000. Gróðukort af afréttum og öðrum beitilöndum, sem notuð voru til að ákvarða beitarþol. Kortin eru verðmæt heimild um gróðurfar á miðhálendi Íslands. [The Vegetation Map of Iceland series (Rala) 1:40.000 comprises 65 map sheets. Sheet index see http://utgafa.ni.is/kort/thumbnails/NI_G40r_grodurRala_bladskipting.pdf.] Gróðurkortin eru oft nefnd hálendiskort. Þau sýna gróðurfélög og landgerðir, aðallega á hálendi Íslands. Tilgangur þeirra var að ákvarða beitarþol og stjórna nýtingu beitilanda. Útgefin voru 65 gróðurkort af afréttum, hálendi og öðrum svæðum. Gróður- og landgreining byggir á gróðurlykli Rala sem Steindór Steindórsson tók saman. Á gróðukortum Rala í mælikvarða 1:40.000, er gróður flokkaður í um 90 gróðurfélög sem dregin eru sman í 14 gróðurlendi. Blaðskipting sjá http://utgafa.ni.is/kort/thumbnails/NI_G40r_grodurRala_bladskipting.pdf.