From 1 - 4 / 4
  • Categories  

    Samsettar og uppréttar sögulegar loftmyndir af Íslandi. Unnið er að því að staðsetja loftmyndir frá 1974 og 1994 – 2000 úr loftmyndasafni Landmælinga Íslands (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/d2323e18-ab9f-495d-8a4e-58c2a5fb096e ). Myndirnar eru birtar jafnóðum og búið er að staðsetja þær en ætlunin er að staðsetja eldri myndir síðar. Svæði af myndum sem teknar voru í sama flugi og úr sömu flughæð eru sett saman. Upplausn myndanna er yfirleitt 50 cm. Búið er að vinna myndirnar með sjálfvirkum aðferðum. Ákveðnar staðsetningar eru valdar af gervitunglamyndum (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e542c260-6431-48a5-8065-93350b8cb3a1) og stilltar af á ÍslandsDEM landhæðalíkaninu (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e6712430-a63c-4ae5-9158-c89d16da6361 ). Gerð eru nákvæm landhæðalíkön úr sögulegu loftmyndunum þar sem hæðarnákvæmni er yfirleitt innan við 1 m. Líkönin eru síðan notuð til að staðsetja loftmyndirnar. Áætluð staðsetningarnákvæmni myndanna er minna en 2 m. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------- This repository includes orthorectified and mosaicked historical aerial images from all over Iceland. The datasets are created from historical aerial images on film from the years 1974, 1994 - 2000 from the aerial photograph collection of the NLSI (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/d2323e18-ab9f-495d-8a4e-58c2a5fb096e). Each mosaic is created from images taken on the same day at approximately the same height. The resolution of the mosaics is usually 50 cm. The historical photographs have been processed using automated methods of detection of points of interest (control points?) using the Maxar mosaic (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e542c260-6431-48a5-8065-93350b8cb3a1)) followed by a refined correction of the cameras using the IslandsDEM (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e6712430-a63c-4ae5-9158-c89d16da6361) as reference. For each block of historical photographs, an accurate Digital Elevation Model (DEM) is created (where the vertical accuracy is typically better than 1 m), which is used to orthorectify the aerial photographs. The estimated horizontal accuracy of the orthorectified aerial imagery is better than 2 meters.

  • Categories  

    Myndirnar voru teknar af Swedesurvey á tímabilinu 19.ágúst-09.september 2000. Viðmiðunarflöturinn er sporvalan WGS84 og nákvæmnin er +/- 2dm (e. relative accuracy). Um er að ræða 58 myndir sem voru teknar árið 2000 en færðar inn í kerfi LMÍ 14.06.2001. Myndirnar eru í mælikvörðunum 1:13.000 / 1:20.000 / 1:36.000. Ein yfirlitsmynd fylgir sem sýnir allt svæðið. Myndirnar eru svart/hvítar. Hæðarlíkan (og hæðarlínur) var unnið af Swedesurvey, út frá myndunum og er það einnig aðgengilegt hjá LMÍ. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá stofnuninni: lmi@lmi.is. LMÍ keyptu fullan afnotarétt á myndirnar og gögnin og má stofnunin dreifa þeim. Séu myndirnar og/eða gögnin notuð þarf að geta uppruna þeirra, þ.e. að þau séu upprunalega frá Swedesurvey (höfundaréttur) en í eigu LMÍ. Um er að ræða svo kallað "pilot project" sem ákveðið var að framkvæma sem hluta af undirbúningi áður en hafist var handa við vinnuna á fyrir landsþekjandi gagnasafn LMÍ, IS 50V. Á þessum tím voru einungis til gömul gögn (er fyrir utan DMA kortasvæðið). Kannað var á afmörkuðu svæði hver kostnaður gæti orðið fyrir gögn yfir allt landið og hvaða gæðakröfur ætti að gera.

  • Categories  

    Í loftmyndasafni Landmælinga Íslands eru um 140000 loftmyndir frá árinu 1937 til ársins 2000. Til eru myndir af öllu landinu teknar á mismunandi tímum og hafa þær ómetanlegt samanburðar- og heimildagildi. Myndirnar frá árunum 1937 til 1938 eru frá dönskum landmælingamönnum. Einnig eru til myndir sem teknar voru á vegum Breta, Þjóðverja og Bandaríkjanna á tímum heimstyrjaldarinnar síðari. Frá árinu 1950 til ársins 2000 tóku Landmælingar Íslands myndir nánast árlega. Meirihluti myndanna er svarthvítur en þó er nokkuð til af litmyndum. Safnið er vel skráð í sérstakri loftmyndaskrá.Stór hluti loftmyndasafnsins er nú komið á stafrænt form. Stærstur hluti myndanna er í mælikvarðanum 1:36000. Einnig er töluvert um lágflugsmyndir sem eru í stærri mælikvarða. Skönnuðu myndirnar eru ekki í neinu staðsetningarkerfi og norður snýr ekki alltaf upp.

  • Categories  

    Myndirnar voru teknar af Swedesurvey á tímabilinu 19.ágúst-09.september 2000. Viðmiðunarflöturinn er sporvalan WGS84 og nákvæmnin er +/- 2m (e. relative accuracy). Um er að ræða 58 myndir sem teknar voru árið 2000 er færðar inn í kerfi LMÍ 14.06.2001. Myndirnar eru í mælikvörðunum 1:13.000 / 1:20.000 / 1:36.000. Hæðarlíkan (og hæðarlínur) var unnið af Swedesurvey út frá myndunum. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá stofnuninni: lmi@lmi.is. LMÍ keyptu fullan afnotarétt á myndirnar og gögnin og má stofnunin dreifa þeim. Séu myndirnar og/eða gögin notuð þarf að geta uppruna þeirra, þ.e. að þau séu upprunalega frá Swedesurvey (höfundaréttur) en í eigu LMÍ. Um er að ræða svokallað "pilot project" sem ákveðið var að framkvæma sem hluta af undirbúningi áður en hafist var handa við vinnuna á landsþekjandi gagnasafni LMÍ, IS 50V. Á þessum tíma voru einungis til gömul gögn (er fyrir utan DMA kortasvæðið). Kannað var á afmörkuðu svæði hver kostnaður gæti orðið fyrir gögn fyrir allt landið og hvaða gæðakröfur ætti að gera.