From 1 - 2 / 2
  • Categories  

    Ræktað skóglendi á Íslandi er þekja yfir öll kortlögð skógræktarsvæði á Íslandi. Upplýsingar eru skráðar um aldur skógarins, hæð, CORINE flokk og tegundir í reit svo eitthvað sé nefnt. Skráðar eru upplýsingar um hvaðan gögnin koma, stærstur hluti gagnanna kemur frá Skógræktinni, en einnig mikið frá skógræktarfélögum. Þá er talsvert um einkaskóga, t.d. í sumarbústaðalöndum sem þarf að kortleggja sérstaklega. Árlega berast upplýsingar um nýjar gróðursetningar trjáplantna og er gagnagrunnurinn því uppfærður á hverju ári. Nota má stærstan hluta gagnanna í 1:2.000.

  • Categories  

    Yfirlitsþekja um tvo helstu kortaflokka Orkustofnunar: A) Gagnasett með skrám og blaðskiptingum 755 Orkugrunnkorta (1958-1998). B) Gagnasett með skrám og blaðskiptingum fyrir 170 Jarðkönnunarkort, sem gerð voru á Orkustofnun fram til ársins 2003. Skönnuð kort eru aðgengileg í Kortasjá OS og kortasjá fyrir kortasafn OS, ásamt lýsigögnum tengdum reitum kortblaða.