From 1 - 10 / 31
  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Gagnasett sem sýnir yfirlitsupplýsingar um helstu svæði þar sem landgræðsla er stunduð og Land og skógur kemur að á einn eða annan hátt. Undanskilin eru þó svæði í verkefninu Bændur græða landið.

  • Categories  

    Þekja ni_tillogur_a_Bhluta_allt_fl: Tillögur að svæðum á framkvæmdaáætlun (B-hluta) náttúruminjaskrár út frá verndun vistgerða, fugla, sela, jarðminja og fossa. Innan stærri verndarsvæða voru í sumum tilfellum afmörkuð smærri svæði sem draga fram forgangsvistgerðir eða fuglategundir sem eru ekki einkennandi fyrir heildarsvæðið. Mörk eru ekki alltaf nákvæmlega skilgreind. Náttúruminjaskrá skiptist í þrjá hluta sem auðkenndir eru sem A, B og C-hluti. B-hluti er framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár þ.e. skrá yfir þær náttúruminjar sem Alþingi hefur ákveðið að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum. Í lögunum er lögð áhersla á að byggja upp skipulegt net verndarsvæða til að stuðla að vernd líffræðilegrar fjölbreytni, jarðbreytileika og fjölbreytni landslags. Náttúrufræðistofnun Íslands gerir tillögur um minjar sem ástæða þykir til að setja á framkvæmdaáætlun, þ.e. B-hluta. Að loknu því vali felur ráðherra Umhverfisstofnun að meta nauðsynlegar verndarráðstafanir á svæðum sem til greina kemur að setja á framkvæmdaáætlun og kostnað við þær. Í því ferli koma fram ýmsir aðrir hagsmunir sem geta haft áhrif á endanlegt val svæða en eru sem slíkir ekki grunnþættir í vali á svæðum til að viðhalda ákjósanlegri verndarstöðu vistgerða, vistkerfa eða tegunda. Að lokum mun Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í samráði við ráðgjafanefnd leggja fram þingsályktunartillögu um verndun svæða. Tillögurnar eru enn í úrvinnslu hjá Umhverfisstofnun og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (staða 23. febrúar 2022). Afmörkun svæða í tillögum Náttúrufræðistofnunar er ekki alltaf nákvæmlega skilgreind og getur tekið breytingum við áframhaldandi undirbúning framkvæmdaáætlunar.

  • Categories  

    Fiskmerkingar hafa verið stundaðar í sjó, ám og vötnum um árabil. Upplýsingar sem fást með merktum fiski nýtast meðal annars við rannsóknir á útbreiðslu, fari og dánartíðni. Einnig eru fiskmerkingar notaðar við vöktun og til að fylgjast með með hópum eða stofnum fiska um lengri eða skemmri tíma.

  • Categories  

    Plöntusvif eru smáar lífverur sem svífa um ofarlega í yfirborðslögun sjávar og flokkast til plantna sem stunda ljóstillífun og eru frumbjarga. Þrátt fyrir að þau séu agnarsmá eru plöntusvif mikilvægustu lífverur sjávarins, þau eru grunnur að fæðukeðju sjávarins og eiga auk þess stóran þátt í súrefnisframleiðslu jarðarinnar en helmingur súrefnisins sem við öndum að okkur kemur frá plöntusvifi. Plöntusvif getur hins vegar líka haft skaðleg áhrif lífríki sjávarins því þegar sjórinn er hlýr og sólarljósið er sem mest þá fjölgar plöntusvifið gríðarlega hratt og getur myndað þörungablómi.

  • Categories  

    Hafsvæði A1 er hafsvæði sem takmarkast af langdrægi strandstöðvar til talfjarskipta og viðvarana með stafrænu valkalli (DSC) á metrabylgju (VHF).

  • Categories  

    Fitjaskráin sýnir það landsvæði sem Katla jarðvangur nær yfir. Katla jarðvangur nær yfir 9.542 km2 landsvæði, eða rúmlega 9% af flatarmáli Íslands, og afmarkast af landsvæðum Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Jarðvangurinn nær frá Hvolsvelli í vestri að Skeiðarársandi í austri, en nyrsti hluti jarðvangsins teygir sig langt inn á Vatnajökul en langar strendur af svörtum sandi afmarka jarðvanginn í suðri. Þéttbýliskjarnar í Kötlu jarðvangi eru Hvolsvöllur, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur. Íbúafjöldi á svæðinu er um 3.400 manns.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Gögn varðandi fastlínutengingar byggja á gögnum frá Þjóðskrá Íslands og á gögnum frá fjarskiptafélögum varðandi fjölda tenginga. Staðsetning byggir á Staðfangaskrá Þjóðskrár. Staðfang er í flestum tilfellum ein fasteign en í einhverjum tilfellum fleiri en ein. Gögnin sem hér eru birt eru staðföng sem innihalda lögheimili, vinnustað eða sumarhús. Varðandi skráningu á tengjanlegum rýmum skal fjarskiptafélag merkja staðfang tengjanlegt sé eitthvað rými innan þess tengjanlegt. Það hvort rými teljist tengjanlegt er óháð því hvort það sé í raun að nýta þá tengingu. Þörf er á góðu gagnasetti varðandi vinnustaði á landupplýsingaformi sem aðilar geta sammælst um að nota en eins og staðan er í dag ber engin stofnun ábyrgð á slíku gagnasetti. Við nýtum eins og áður segir gögn frá Þjóðskrá Íslands varðandi vinnustaði. Þjóðskrá Íslands aflar þó í raun ekki upplýsinga um vinnustaði heldur sigtar úr gögnum vissa notkunarflokka fasteigna fyrir Fjarskiptastofu. Einhverjar upplýsingar eru ekki tengjanlegar við önnur gögn og þær upplýsingar birtast því ekki á kortinu. Þetta á aðallega við um aðrar tengingar en ljósleiðaratengingar.