From 1 - 10 / 31
  • Categories  

    Þekja ni_tillogur_a_Bhluta_allt_fl: Tillögur að svæðum á framkvæmdaáætlun (B-hluta) náttúruminjaskrár út frá verndun vistgerða, fugla, sela, jarðminja og fossa. Innan stærri verndarsvæða voru í sumum tilfellum afmörkuð smærri svæði sem draga fram forgangsvistgerðir eða fuglategundir sem eru ekki einkennandi fyrir heildarsvæðið. Mörk eru ekki alltaf nákvæmlega skilgreind. Náttúruminjaskrá skiptist í þrjá hluta sem auðkenndir eru sem A, B og C-hluti. B-hluti er framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár þ.e. skrá yfir þær náttúruminjar sem Alþingi hefur ákveðið að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum. Í lögunum er lögð áhersla á að byggja upp skipulegt net verndarsvæða til að stuðla að vernd líffræðilegrar fjölbreytni, jarðbreytileika og fjölbreytni landslags. Náttúrufræðistofnun Íslands gerir tillögur um minjar sem ástæða þykir til að setja á framkvæmdaáætlun, þ.e. B-hluta. Að loknu því vali felur ráðherra Umhverfisstofnun að meta nauðsynlegar verndarráðstafanir á svæðum sem til greina kemur að setja á framkvæmdaáætlun og kostnað við þær. Í því ferli koma fram ýmsir aðrir hagsmunir sem geta haft áhrif á endanlegt val svæða en eru sem slíkir ekki grunnþættir í vali á svæðum til að viðhalda ákjósanlegri verndarstöðu vistgerða, vistkerfa eða tegunda. Að lokum mun Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í samráði við ráðgjafanefnd leggja fram þingsályktunartillögu um verndun svæða. Tillögurnar eru enn í úrvinnslu hjá Umhverfisstofnun og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (staða 23. febrúar 2022). Afmörkun svæða í tillögum Náttúrufræðistofnunar er ekki alltaf nákvæmlega skilgreind og getur tekið breytingum við áframhaldandi undirbúning framkvæmdaáætlunar.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Gagnasett sem sýnir yfirlitsupplýsingar um helstu svæði þar sem landgræðsla er stunduð og Landgræðslan kemur að á einn eða annan hátt. Undanskilin eru þó svæði í verkefninu Bændur græða landið.

  • Categories  

    Árið 2021 gerðu Loftmyndir ehf. og Landmælingar Íslands samning til eins árs, um aðgang að myndþekju Loftmynda ehf. fyrir allar A-hluta ríkisstofnanir. Þegar samningurinn rann út var hann framlengdur og tók umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisið við hlutverki Landmælinga Íslands sem samningsaðili. Með samningnum veita Loftmyndir leyfishafa aðgang að og rétt til að nota myndkortaþekju félagsins, þ.e. af þeim hluta Ísland og nærliggjandi eyja sem til er í gagnagrunni félagsins við undirritun samningsins og þeirra viðbóta sem verða til í gagnagrunni félagsins á samningstíma, en það eru: a. Myndkort með 0.1 m. myndeiningum af lágflugssvæðum. b: Myndkort með 0.25 m. myndeiningum af miðflugssvæðum. Samningurinn tekur við af öðrum samningum sem eftir atvikum kunna að vera í gildi við einstaka A-hluta stofnanir ríkisins, hvað varðar aðgang að myndkortum félagsins. Ef einstaka A hluta stofnanir ríkisins eru með samning um annars konar þjónustu frá félaginu heldur sá samningur gildi sínu nema viðkomandi stofnun og félagið semji um annað.

  • Categories  

    Fitjaskráin sýnir það landsvæði sem Katla jarðvangur nær yfir. Katla jarðvangur nær yfir 9.542 km2 landsvæði, eða rúmlega 9% af flatarmáli Íslands, og afmarkast af landsvæðum Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Jarðvangurinn nær frá Hvolsvelli í vestri að Skeiðarársandi í austri, en nyrsti hluti jarðvangsins teygir sig langt inn á Vatnajökul en langar strendur af svörtum sandi afmarka jarðvanginn í suðri. Þéttbýliskjarnar í Kötlu jarðvangi eru Hvolsvöllur, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur. Íbúafjöldi á svæðinu er um 3.400 manns.

  • Categories  

    Svifþörungar eru frumbjarga lífverur sem nýta sér sólarorku og ólífræn efni til ljóstillífunar. Þörungarnir eru örsmáir, um 1/1000 mm til 2 mm í þvermál, og eru einfrumungar sem fjölga sér með skiptingu. Svifþörungar finnast aðallega í efra lögum sjávar þar sem sólarljóss er til staðar og eru þeir mikilvæg fæða fyrir smærri dýr sjávarins. Helstu flokkar svifþörunga við Ísland eru kísilþörungar og skoruþörungar en einnig er að finna kalksvifþörungar í Eyjafirði sem geta fjölgað sér gríðarlega mikið við ákveðnar aðstæður og veldur því að sjórinn verður mjólkurhvítur á stórum svæðum.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Hafsvæði A1 er hafsvæði sem takmarkast af langdrægi strandstöðvar til talfjarskipta og viðvarana með stafrænu valkalli (DSC) á metrabylgju (VHF).

  • Categories  

    Í grunninum eru upplýsingar um botnþörunga sem safnað hefur verið í fjörum og á grunnsævi við Ísland. Upplýsingar eru um tegund, fundarstað, söfnunartíma, nafn safnara og nafn þess sem greindi tegundina. Í sumum tilfellum er einnig skráðar upplýsingar um æxlunareinkenni eintaksins og aðrar upplýsingar um eintakið sem þykja áhugaverðar. Botnþörungar eru þörungar sem vaxa í fjörum og landgrunni, þeir festa sig við botn, steinar eða aðrir þörunga og finnast yfirleitt á 20m til 40m dýpi en neðar en það er ekki nægt sólarljós til að þörungar geta vaxið. Botnþörugnar skiptist í þrjá meginhópa, grænþörungar, brúnþörungar og rauðþörugnar og ræðst nafnið á ráðandi lit í hverjum hóp fyrir sig. Grænþörungar hafa dreift meira í ferskvatni og á landi en brún- og rauðþörungar lifa eingöngu í sjó. Fyrir utan kalkþörungar eru þörungar yfirleitt mjúkir og sveigjanlegir, sumir þörungar hafa þykkar blöðrur en aðrir eru aðeins örþunn himna, örfínir þræðir eða skorpur á steinum og dýrum.