From 1 - 4 / 4
  • Categories  

    Gagnaset (data set) ni_vg25r_3utg: Vistgerðir á Íslandi: land (Habitat types of Iceland: terrestrial). Vistgerðakortið sýnir útbreiðslu landvistgerða á Íslandi. Alls hafa verið ákvarðaðar 64 vistgerðir á landi og skiptast í 12 meginflokka (vistlendi). Innan landvistgerða eru fjórar jarðhitavistgerðir sem finnast á háhita- og lághitasvæðum landsins. Landvistgerðum er skipt upp í tvö þrep. Við skilgreiningu og flokkun vistgerða á Íslandi var tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu (European Environment Agency 2012) . Í 3. útgáfu vistgerðakortsins 2024 eru eingöngu landvistgerðir endurskoðaðar. Náttúrufræðistofnun Íslands leggur með ritinu Vistgerðir á Íslandi fram tillögur að flokkun vistgerða sem á sér fyrirmynd í samræmdri og viðurkenndri flokkun vistgerða í Evrópu. Flokkunin byggir á rannsóknum víða um land með fyrirvara um að bæta mætti í þá þekkingu. Athuga skal að aðgreining landvistgerða með fjarkönnun reyndist erfið, bæði fyrir lítið grónar vistgerðir sem og vel grónar, einkum innan vistlenda. Því má búast við verulegum skekkjum þótt þær séu mismiklar eftir vistgerðum. Nánari útlistun og mat á skekkjum má finna í aðferðalýsingu og á staðreyndasíðum vistgerða í ritinu „Vistgerðir á Íslandi“. Frekari upplýsingar um flokkun og skilgreiningu vistgerða má sjá í ritinu: Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. 299 s. og á vef Náttúrufræðistofnunar.

  • Categories  

    Gagnaset (data set) ni_vg25v_1.1utg og ni_vg25r_3utg: Vistgerðir á Íslandi (Habitat types of Iceland). Vistgerðakortið sýnir útbreiðslu vistgerða á Íslandi. Vistgerðum á Íslandi er skipt upp í land, ferskvatn og fjörur. Alls hafa verið ákvarðaðar 64 vistgerðir á landi, 17 vistgerðir fyrir ferskvatn og 24 vistgerðir fyrir fjörur. Landvistgerðir skiptast í 12 meginflokka (vistlendi). Innan landvistgerða eru fjórar jarðhitavistgerðir sem finnast á háhita- og lághitasvæðum landsins. Land- og ferskvatnsvistgerðir skiptast í tvö þrep, en fjöruvistgerðir í fimm þrep. Við skilgreiningu og flokkun vistgerða á Íslandi var tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu (European Environment Agency 2012). Landupplýsingaþekjan fyrir landvistgerðir er á rastaformi (ni_vg25r_3utg), en þekjur fyrir jarðhita, ferskvatns- og fjöruvistgerðir er á vektorformi (ni_vg25v_1.1utg). Vektorþekjurnar eru flestar flákaþekjur, en fyrir ferskvatn er einnig línu- og punktaþekja. Gögn fyrir stöðuvötn (vg2 = V1) eru fjarlægð tímabundið úr niðurhalsþjónustu vegna ágreinings um grunnkort Loftmynda ehf. en þekjan er sýnileg í kortasjá. Náttúrufræðistofnun Íslands leggur með ritinu Vistgerðir á Íslandi fram tillögur að flokkun vistgerða sem á sér fyrirmynd í samræmdri og viðurkenndri flokkun vistgerða í Evrópu. Flokkunin byggir á rannsóknum víða um land með fyrirvara um að bæta mætti í þá þekkingu. Athuga skal að aðgreining landvistgerða með fjarkönnun reyndist erfið, bæði fyrir lítið grónar vistgerðir sem og vel grónar, einkum innan vistlenda. Því má búast við verulegum skekkjum þótt þær séu mismiklar eftir vistgerðum. Nánari útlistun og mat á skekkjum má finna í aðferðalýsingu og á staðreyndasíðum vistgerða í ritinu „Vistgerðir á Íslandi“. Frekari upplýsingar um flokkun og skilgreiningu vistgerða má sjá í ritinu (Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands) og á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Í 3. útgáfu vistgerðakortsins 2024 eru eingöngu landvistgerðir endurskoðaðar.

  • The European Environment Agency (EEA) is an agency of the European Union (EU) tasked with providing independent information on the environment. Established in 1990 and headquartered in Copenhagen, Denmark, the EEA serves as a key source of environmental data, assessments, and reports for policymakers and the public across Europe. With a focus on improving environmental decision-making and promoting sustainable development, the agency plays a vital role in monitoring, analyzing, and communicating environmental trends and challenges. At its core, the EEA aims to support the development, implementation, and evaluation of EU environmental policies. It achieves this mission through a range of activities, including data collection, analysis, and reporting. The agency collaborates with national environmental agencies in EU member states, as well as other international organizations, to gather and harmonize environmental data from across Europe. This wealth of information is then used to produce high-quality assessments and reports on various environmental topics. One of the primary functions of the EEA is to provide regular assessments of the state of Europe's environment. These assessments cover a wide range of issues, including air and water quality, biodiversity, climate change, and resource use. By compiling and analyzing data from different sources, the agency produces comprehensive reports that highlight key environmental trends, identify emerging challenges, and assess progress towards environmental objectives. These assessments are invaluable tools for policymakers, helping them to make informed decisions and prioritize actions to protect and improve the environment. In addition to assessing the state of the environment, the EEA also plays a crucial role in monitoring the effectiveness of environmental policies and measures. The agency tracks the implementation of EU environmental legislation and policies, assessing their impact on the ground. By evaluating the success or shortcomings of these policies, the EEA provides valuable feedback to policymakers, helping them to refine and strengthen environmental governance at the European level. Furthermore, the EEA acts as a hub for environmental information and knowledge exchange. The agency maintains several databases and online platforms, such as the European Environmental Data Centre (EEDC) and the European Environment Information and Observation Network (EIONET), which provide access to a wealth of environmental data, maps, and indicators. These resources are freely available to policymakers, researchers, NGOs, and the public, supporting evidence-based decision-making and fostering greater transparency and accountability in environmental governance. In this page you can find the Web Services of the European Environment Agency

  • Categories  

    IS: Myndkort af atburðum sem hafa átt sér stað á Reykjanesi frá árinu 2021 hafa orðið til í samstarfi Náttúrfræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands, Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar og Almannavarnir, sem hluti af viðbragðsáætlunum, hættumati og rannsóknum. Í öllum atburðum voru teknar loftmyndir og hæðarlíkön útbúin ásamt myndkortum. Myndkortin eru aðgengileg í gegnum WMS þjónustu og á Umbrotasjá (https://kortasja.lmi.is/mapview/?application=umbrotasja). Gögnin eru uppfærð jafnt og þétt, eða þegar nýjar upplýsingar berast á meðan á gosinu stendur. Athugið að vísa í öll gögn sem eru notuð; „i“ táknið við hlið hvers gagnasafns í kortasjánni vísar í rétta tilvitnun fyrir hvert gagnasett. Um er að ræða nokkur gagnasett og því þarf að hafa í huga að vísa í öll gagnasett. EN: Orthomosaics of the events occurring on the Reykjanes peninsula, SW Iceland, beginning in 2021 have been created in a collaborative effort between the National Land Survey of Iceland (Landmælingar Íslands), the Icelandic Institute of Natural History (Náttúrufræðistofnun Íslands), the University of Iceland (Háskóli Íslands), and the Icelandic Meterological Office (Veðurstofa Íslands) as part of the response plans, hazard assessments and research. Upon each event, aerial photographs were collected and Digital Elevation Models (DEMs) and orthomosaics were produced of these events. The orthomosaics are available via WMS and in the Volcano Viewer webpage (https://kortasja.lmi.is/mapview/?application=umbrotasja). The data was created and distributed typically less than one day after data collection. The data is updated on weekly to monthly basis, or when new information is received during the eruption. All data used in publications should be cited correctly; the “i” symbol next to each dataset in the data viewer links to the correct citation for each dataset. Because this is an ongoing collaboration with multiple publications, be aware that the citation is different between datasets.