From 1 - 3 / 3
  • Categories  

    Notagildi: Reitakerfi eru nauðsynlegt til að birta upplýsingar sem af einhverjum ástæðum er ekki hægt að birta stakar s.s. vegna persónuverndar, umfangs verkefnis eða nákvæmni þeirra upplýsinga sem fyrir liggja. Reitakerfi Íslands er með mismunandi reitastærðum til að mæta mismunandi þörfum notenda við upplýsingamiðlun. Mælt er með notkun reitakerfisins m.a. þegar verið er að bera gögn saman milli stofnana. Reitakerfið er byggt á Lambert Azimuthal Equal Area vörpun sem tryggir að allir reitir sé jafn stórir. En það er helsta skilyrði þess að reitakerfið sé Inspire tækt. Viðmiðun er ISN 2004 Ef reitakerfið er notað í einhverjum af ISN Lambert vörpunum er það ferhyrnt.? Orðskýringar: Heildarkerfið er nefnt reitakerfi. Hvert lag í því er nefnt net. Einingar í netinu eru nefndar reitir. Heiti reitana: Hver reitur hefur nafn sem er einkvæmt og er m.a. byggt upp á stærðareiningunni. 1km 10km og 100m skrárnar ná yfir strandlínu og eyjar landsins en 100km skráin nær yfir alla efnahagslögsöguna. grid_100k grid_10k grid_1k grid_100m Frekari tækniupplýsingar er að finna hér https://inspire.ec.europa.eu/id/document/tg/gg

  • Categories  

    Skoðunarþjónustur Veðurstofu Íslands.

  • Categories  

    Um er að ræða flákagögn sem sýna svæði þar sem skráning húsa og mannvirkja hefur farið fram en slík skráning skal m.a. fara fram áður en gengið er frá aðal- eða deiliskipulagi. Húsakönnun getur einnig farið fram í rannsóknarskyni. Í gögnunum koma fram upplýsingar um skrásetjara, titil skýrslu, tilgang skráningar og stofnun eða fyrirtæki sem framkvæmir skráninguna. Hver húsaskráning fær hlaupandi númer í gagnagrunni Minjastofnunar en einnig er hægt að finna í gögnunum upprunalegt skýrslunúmer viðkomandi stofnunar.