From 1 - 9 / 9
 • Categories  

  Notagildi: Reitakerfi eru nauðsynlegt til að birta upplýsingar sem af einhverjum ástæðum er ekki hægt að birta stakar s.s. vegna persónuverndar, umfangs verkefnis eða nákvæmni þeirra upplýsinga sem fyrir liggja. Reitakerfi Íslands er með mismunandi reitastærðum til að mæta mismunandi þörfum notenda við upplýsingamiðlun. Mælt er með notkun reitakerfisins m.a. þegar verið er að bera gögn saman milli stofnana. Reitakerfið er byggt á Lambert Azimuthal Equal Area vörpun sem tryggir að allir reitir sé jafn stórir. En það er helsta skilyrði þess að reitakerfið sé Inspire tækt. Viðmiðun er ISN 2004 Ef reitakerfið er notað í einhverjum af ISN Lambert vörpunum er það ferhyrnt.? Orðskýringar: Heildarkerfið er nefnt reitakerfi. Hvert lag í því er nefnt net. Einingar í netinu eru nefndar reitir. Heiti reitana: Hver reitur hefur nafn sem er einkvæmt og er m.a. byggt upp á stærðareiningunni. 1km 10km og 100m skrárnar ná yfir strandlínu og eyjar landsins en 100km skráin nær yfir alla efnahagslögsöguna. grid_100k grid_10k grid_1k grid_100m Frekari tækniupplýsingar er að finna hér https://inspire.ec.europa.eu/id/document/tg/gg

 • Categories  

  Vegagerðin heldur utan um námuskrá þar sem finna má flesta efnistökustaði á landinu óháð því hverjir hafa tekið þar efni eða eru námuhaldarar. Efnistökustaðir er skilgreindir sem námur og skeringar. Skeringar eru staðir í og við vegi þar sem að efni hefur verið tekið til að rýmnka fyrir nýjum vegi. Í mörgum tilvikum hafa skeringar verið skráðar í námuskránna. Í einhverjum tilvikum hafa skeringar verið nýttar áfram sem námur. Í námuskránni eru einnig að finna hugsanlega framtíðarefnistökustaði og eru sumir þeirra þegar á aðalskipulagi sveitarfélaga.

 • Categories  

  Vegagerðin rekur umferðarteljara víða um land sem telja ökutæki samfellt alla daga ársins og upplýsingar frá meira en helmingi þeirra berast sjálfvirkt til Vegagerðarinnar og eru þær upplýsingar aðgengilegar í þessari þjónustu. Umferðargreinar mæla fjölda ökutækja en auk þess mæla þeir t.d. hraða ökutækja. Aðrir umferðarteljarar skrá eingöngu fjölda ökutækja. Slíkir teljarar eru tengdir flestum veðurstöðvum auk nokkurra sem standa sér. Upplýsingar úr umferðargreinum og umferðarteljurum sem eru tengdir veðurstöðvum eru sóttar að jafnaði nokkrum sinnum á klukkustund, en upplýsingar frá teljurum sem ekki eru tengdir veðurstöðvum, berast Vegagerðinni sjaldnar.

 • Categories  

  Vegagerðin heldur skrá í stafrænum kortagrunni um vegi í náttúru Íslands, öðrum en þjóðvegum, þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil, sbr. 2. mgr. 7. gr. vegalaga, nr. 80/2007. Skipulagsstofnun sér til þess að Vegagerðinni berist upplýsingar um vegi í viðkomandi sveitarfélagi til skráningar og birtingar. Nánari upplýsingar um vegi náttúru Íslands má finna í lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2013060.html), í reglugerð nr. 260/2018 um vegi í náttúru Íslands (https://island.is/reglugerdir/nr/0260-2018) og í leiðbeiningum Skipulagsstofnunar „Vegir í náttúru Ísland - um gerð vegaskráar og högun og skil á gögnun“ (https://www.skipulag.is/media/vegir-i-natturu-islands/vegirinatturuislands_v4.pdf).“

 • Categories  

  Skoðunarþjónustur Veðurstofu Íslands.

 • Categories  

  See english text below. Myndkort Reykjanesgossins var búið til í samstarfi Náttúrfræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands, Jarðvísindastofnunar og Almannavarna, sem hluti af viðbragðsáætlun gossins við Fagradalsfjall árið 2021. Gos hófst aftur 3. ágúst 2022 og verður verkefninu haldið áfram. Myndirnar voru teknar með Hasselblad A6D myndavél um borð í flugvél og unnar með MicMac og Agisoft ljósmælingahugbúnaðinum til að búa til hæðarlíkan (Digital Elevation Models, DEM) og myndkort. Myndkortin eru aðgengileg í gegnum WMS þjónustur og á vef Umbrotasjár (https://kortasja.lmi.is/mapview/?application=umbrotasja) innan við sólarhring eftir gögnunum hefur verið aflað. Gögnin eru uppfærð jafnt og þétt þegar nýjar upplýsingar berast og á meðan á gosinu stendur. - - - - The orthomosaic of the Reykjanes eruption have been created in a collaborative effort between Nátturfræðistofnun Íslands, Landmælingar Íslands, Jarðvísindastofnun and Almannavarnir, as part of the response plan of the Fagradalsfjall eruption of 2021. An eruption started again on August 3, 2022 and the project will therefore continue. The images are collected with a Hasselblad A6D camera onboard of a plane, and processed with the MicMac and Agisoft photogrammetric software, in order to create Digital Elevation Models (DEMs) and orthomosaics. The orthomosaics are available via WMS and in the Umbrotasjá webpage (https://kortasja.lmi.is/mapview/?application=umbrotasja) less than one day after data collection. The data is updated constantly, or when new information is received during the eruption. The data collected and processed by the National Land Survey of Iceland, the Icelandic Institute of Natural History and the Institute of Earth Sciences. Based on the work of Pedersen et al., 2022. Reference: Pedersen, G. B. M., Belart, J. M. C., Óskarsson, B. V., Gudmundsson, M. T., Gies, N., Högnadóttir, T., et al. (2022). Volume, effusion rate, and lava transport during the 2021 Fagradalsfjall eruption: Results from near real-time photogrammetric monitoring. Geophysical Research Letters, 49, e2021GL097125. https://doi.org/10.1029/2021GL097125

 • Categories  

  Gögnin innihalda hnitsett útbreiðslusvæði farsíma- og farnetsþjónustu fyrir 3G, 4G og 5G (háhraðafarnet) þjónustu á vegum Símans, Nova og Vodafone. Sýnd eru þau svæði þar sem líklegast er að ná nýtanlegu merki eða að ná gagnasambandi. Gera þarf ráð fyrir að t.d. veður, landslag og aðrir hugsanlegir utanaðkomandi þættir geti haft áhrif á dreifingu fjarskiptamerkja til eða frá. Merki dofnar þegar símtæki er inni í bíl eða inni í húsi, því fjær veggjum eða þaki sem tækið er, því lakara merki næst. Þannig næst merki yfirleitt síst inni í miðju húsi og niðri í kjallara. Móttaka getur verið mismunandi milli símtækja, þ.e. loftnet símtækja og staðsetning þeirra í tækinu getur verið mjög mismunandi. Spáin er styrkleikaskipt: - Styrkur 1: Sterkt merki, jafnan hægt að njóta viðkomandi tækni ofanjarðar innanhúss með góðu móti. - Styrkur 2: Miðlungs sterkt merki, í einhverjum tilfellum má búast við döpru sambandi innanhúss, hins vegar ætti samband að vera nægilega gott utanhúss. - Styrkur 3: Veikt merki, búast má við slitróttu sambandi utanhúss og mjög döpru eða engu sambandi innanhúss. Gögnin eru uppfærð á hálfs árs fresti.

 • Categories  

  See english text below. Gögnin sýna gossprungur og gosop sem myndast við jarðhræringar við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Staðsetningar eru fengnar með loftmyndatöku á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landmælinga Íslands, en slíkar myndir voru teknar reglulega á meðan gosinu stóð árið 2021. Gos hófst að nýju þann 3. ágúst 2022 og verður verkefninu því haldið áfram. Reglulega myndast ný gosop á meðan önnur lokast. Í sumum tilfellum byrjar að gjósa á lítilli sprungu sem umbreytist í gosop eftir því sem storkandi kvika hleðst upp. Gögnin eru uppfærð jafnt og þétt þegar nýjar upplýsingar berast og á meðan á gosinu stendur. - - - - The data shows volcanic fissures and craters formed during earth movements at Fagradalsfjall on Reykjanes peninsula. Locations are obtained through aerial photography in cooperation between the Icelandic Institute of Natural Sciences and National Land Survey of Iceland. The photos were taken regularly during the eruption in 2021. An eruption started again on August 3, 2022 and the project will therefore continue. The data is updated constantly, or when new information is received during the eruption.

 • Categories  

  Um er að ræða flákagögn sem sýna svæði þar sem skráning húsa og mannvirkja hefur farið fram en slík skráning skal m.a. fara fram áður en gengið er frá aðal- eða deiliskipulagi. Húsakönnun getur einnig farið fram í rannsóknarskyni. Í gögnunum koma fram upplýsingar um skrásetjara, titil skýrslu, tilgang skráningar og stofnun eða fyrirtæki sem framkvæmir skráninguna. Hver húsaskráning fær hlaupandi númer í gagnagrunni Minjastofnunar en einnig er hægt að finna í gögnunum upprunalegt skýrslunúmer viðkomandi stofnunar.