Skipulagsstofnun
Type of resources
Available actions
Provided by
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
-
Stefna um skipulag haf- og strandsvæða er sett fram í landsskipulagsstefnu og nær til haf- og strandsvæða út að ytri mörkum efnahagslögsögunnar. Landsskipulagsstefna felur í sér stefnu ríkisins um skipulagsmál á haf- og strandsvæðum en þar er jafnframt tekin ákvörðun um á hvaða svæðum skuli vinna strandsvæðisskipulag og hafa forgang þau strandsvæði þar sem brýnt þykir að samþætta ólíka nýtingu og verndarsjónarmið. Viðfangsefni strandsvæðisskipulags geta varðað starfsemi á haf- og strandsvæðum, svo sem orkuvinnslu, eldi og ræktun nytjastofna, efnistöku, umferð og ferðaþjónustu. Hún fjallar einnig um vernd haf- og strandsvæða sem og náttúruvá og útivist. Strandsvæðisskipulag samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti. Í greinargerð eru sett fram stefna og skipulagsákvæði reita, annarsvegar eru sett fram almenn skipulagsákvæði sem gilda um alla reiti í viðkomandi nýtingarflokki og hins vegar sértæk skipulagsákvæði sem eru sett fram á einstökum reitum þar sem aðstæðum háttar þannig til. Í stafrænum skipulagsgögnum fyrir strandsvæðisskipulag er sett fram lýsing á reitnum, almenn ákvæði sem gilda um reitinn ásamt sértækum ákvæðum. Mælt er fyrir um gerð stefnu um skipulag haf- og strandsvæða í 7. og 9. grein laga um skipulag haf- og strandsvæða.
-
Yfirlit yfir stöðu svæðisskipulags í öllum sveitarfélögum landsins.
-
Svæðisskipulag er skipulagsáætlun tveggja eða fleiri sveitarfélaga um sameiginleg hagsmunamál og svæðisbundnar áherslur, svo sem um byggðaþróun, samgöngur eða vatnsvernd. Afmarkanir fyrir svæðisskipulag eru birtar í Skipulagsvefsjá þar sem hægt er að nálgast skipulagsáætlanir fyrir viðkomandi svæði. Svæðisskipulagsafmarkanirnar hafa verið aðlagaðar mörkum sveitarfélaga eins og þau eru í gögnum Náttúrufræðistofnunar, IS 50v Mörk, frá 24. desember 2017. Gögnin eru unnin á kortagrunn Náttúrufræðistofnun sem er í mælikvarðanum 1:50.000 og skal túlkun og framsetning vera í samræmi við það. Gögnin verða uppfærð til samræmis við breytingar sem verða á svæðisskipulagsáætlunum. Um er að ræða opin gögn.
-
Stafrænt aðalskipulag fyrir gildandi aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaga skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013; flákar, línur og punktar.
-
Afmörkun miðhálendisins, fláki og lína, eins og hún er skilgreind í landsskipulagsstefnu 2015-2026.
-
Afmörkun deiliskipulags, flákar, fyrir gildandi deiliskipulagsáætlanir.
-
Yfirlit yfir stöðu aðalskipulags í öllum sveitarfélögum landsins.
-
Kortlagning mannvirkja og þjónustu á miðhálendinu, ferðaþjónustubyggingar, punktar.
-
Árið 2020 kom út skýrslan Landslag á Íslandi – flokkun og kortlagning landslagsgerða á Íslandi, unnin af Eflu og Land Use Consultants í Skotlandi fyrir Skipulagsstofnun. Þar er sett fram landslagsgreining fyrir Ísland. Skilgreindir eru sjö yfirflokkar landslags og þar undir 27 landslagsgerðir. Allt landið er kortlagt með tilliti til þessara landslagsgerða. Þannig eru kortlögð alls 117 landslagssvæði. Hér má nálgast landupplýsingaþekjur yfir landslagsgerðir og landslagssvæði eins og þau eru skilgreind í skýrslunni.